Kæri jafnréttis ráðherra

Kæri Ási jafniráðherra.

Ég er hundóánægð með ójafnvægið sem ég er beitt. Ég bara fæ engar strokur né klapp og enginn vill klípa mig. Ég hef reynt allt mögulegt til að vera eins og hinar allar sem sífellt eru að kvarta undan kossum strokum og klappi á rass.

Ég úða á mig á hverjum morgni rándýru ilmvatni “Channel 5,5 Extra-Turbo” sem ég fæ beint frá Channel sjálfum í París. Bæði hundar og kettir setja trínið upp í loftið og sniffa í 15 metra færi þegar ég nálgast, og dæmi er um að dýrin snúi við og elti mig.

Ég geng á 15 sentimetra háum hælum, er æðislega vel vaxinn horfi með hálfluktum augum á karmennina sem ég mæti, en ekkert skeður, þeir líta bara ekki við mér, engar strokur ekki neitt bara.

Ég heimta jafnrétti. Mér finnst að þú elsku drengurinn ættir að skerast í leikinn og gera eitthvað.

Það væri held ég góð hugmynd að stofna nefnd eða starfshóp til að laga þetta svo við séum jafnréttar allar.

Það er merkilegt að kvennfélasambandið skuli ekki hafa tekið þetta upp.

En hvað um það elsku drengurinn minn, ég treisti þeir eins og hverjum öðrum frammara til að laga þetta.

 

Þín einlæga Magnea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband