Framsóknarbúbbarnir

Bráðlega fara fram kosningar til Alþingis. Þá er rétt að skoða gerðir þeirra sem fengu umboð kjósenda til að stjórna þetta kjörtímabil. Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk flest atkvæðin en því miður ekki nógu mörg til að vera einn um stjórnina, valdi illu heilli að kaupa fylgi framsóknar og greiddi það fylgi allt of hátt verð, bæði fyrir sig og landslýð.

 

Meðal afreka framsóknar-Búbbanna !

 “Íslenska ríkið dæmt til að greiða 27 milljónir, vegna stjórnsýsluákvörðunar umhverfisráðherra”.Umhverfisráðherra framsóknar-búbbinn Siv

Málið snérist um bygginga- og starfsleyfi fyrir  svína bú í Melasveit. Meðan málið var þæft í ráðuneytinu, og öllum leyfum synjað, voru samþykkt lög sem gerðu skylt að setja í umhverfimat bú sem hefðu 3000 skepnur eða meira.

 

 “Björn Ingi, það var allt annar framsóknarflokkur sem var í R-listanum. Ég er í framsóknarflokki sem kemur ekkert við það sem framsóknrflokkurinn gerði í R-listasamstarfinu”. Ég er alls ekki í sama framsóknarflokki og fyrrverandi formaður stjórnar OR sem fór ekki nema fjórum milljörðum fram úr áætlun við byggingu OR-hússins.

 

Þegar Árni Magnússon setti verðbólguna á fulla ferð með hækkun lána í 90% , og eftir tvo dóma um brot gegn jafnréttislögum, hrökklaðist hann frá völdum.

Halldór Ásgrímsson hrökklaðist líka frá völdum eftir tap framsóknar í sveitastjórna kostningunum og uppgjöf á að ná tökum á efnahagsmálum. Þar með var nýtt Íslandsmet sett. Tveir ráðherrar úr sama flokki, hrökklast frá völdum á einu og sama kjörtímabilinu.

 

Þegar vatn hafði flætt um íbúðir á Keflavíkurflugvelli  vegna frostskemmda á vatnsleiðslum. Sagði utanríkisráðherran afsakið, þarna fóru nokkur hundruð milljónir vegna þess að ég nennti ekki að láta skoða þetta með frostið. En það er bara ríkissjóður sem borgar, allt í þessu fína. Hver er svo ráðherran nema framsóknar-búbbinn Valgerður.

Hver er þessi ríkissjóður sem borgar fyrir mistök og bull framsóknar-búbbanna ?

 

Ég legg til að byggðin á Keflavíkrflugvelli verði skírð Valgerði samanber Sandgerði.

 

Síðan kemur upp að Birgið sem hefur fengið milljónir úr ríkissjóði undir stjórn félagsmálaráðherra, framsóknar-búbbanna. Hvað segir formaður framsóknarbúbbanna svo ? Afakið, en þið kjósendafíflin eigið að borga.

 

Við okkur kjósendur er sagt að ráðherrar verði að hafa laun í samræmi við þá miklu ábyrgð sem sé sett á herðar þeim.

 

Þá vaknar spurningin hvað þýðir orðið ábyrgð ? Er það að segja einfaldlega afsakið, eða þýðir það bæti fyrir gerðir sýnar á einhvern hátt.. Pia danska þurfti að segja af sér ráðherradómi vegna rauðvínsflösku. Sú sænska vegna dömubinda. Íslenskir ráðherrar þurfa einungis að segja afsakið, þó afglöp þeirra kosti kjósendur hundruðir milljóna. Mér er farið að gruna að það séu tvö orð sem eru borin eins fram, þ.e ábyrgð með “y” og svo ábirgð með einföldu “i.”. Þá þýðir ábirgð ekki sama og ábyrgð, þetta gæti skýrt hegðun framsókar-búbbana. Þeir bera ábirgð sem þýðir ekki sama og ábyrgð, því nægir að segja afsakið.

Fólk er fífl, amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband