Æskan við völd

Nú hafa útrýmingarbúðir fyrirtækjanna starfað í nokkurn tíma, heita má að útrýmt hafi verið svo til öllum gamalmennum. Í staðin eru svífandi um á línuskautunum sínum lokkaprúðir unglingar, brúnir á kroppinn með rósrauðar kinnar.Ferksleikinn allstaðar, frumkvæðið í fyrirrúmi og ekki tími né nenna fyrir leiðinlegar athugasemdir. Þjónustan í fyrirrúmi framþróun fram yfir rukkun, enginn tími fyrir svoleiðis leiðindi, betra að gefa en rukka. Ef það vantar aur þá bara að spara, allir nema ekki ég.Gamlingjar með lánstennur ekki lengur til, enginn til að segja ha þegar stuttbuxnagæjunum/pæjunum dettur eitthvað findið í hug sem helst á að framkvæma í gær. Þau svífa um á línuskautunum með eigin tennur nagandi pizzur, milli þess sem þau finna uppá einhverju nýju til að gera.Þeir fáu gamlingjar sem enn hafa sloppið við kutann, hafa hægt um sig, þeir skilja ósköp vel hvað átt er við með því að láta þá dragast aftur úr, þeir eru hvort sem er útbrunnir ellismellir í augum hinnar glöðu æsku sem prílar uppí stólana sína, svona uppúr 9, fullir eftirvæntingar til að pata út og suður, sem á barnamáli heitir að stjórna.Það var einhver sem ætlaði að útrýma gyðingum en mistókst, hann notaði víst ekki rétt formerki. Þau mistök eru aldeilis ekki gerð í útrýmingu gamlingja. Formerkið er hagræðing og ber að virða það bukka og beigja sig þegar formerkinu er veifað. Ef hagræðing  dugar ekki, er hægt að notast við breyttar forsendur.

En hvernig skyldi útkoman svo vera þegar ýtt hefur verið útaf borðinu reynslu gömlu refanna sem stóðu  í báða fæturna, jafnvel þegar illa gekk, og voru trúir sínum apparötum. Það er eitthvað rausað um skjálfraddaða skarfa sem sitja útí horni með fangið fullt af ónothæfri reynslu.

Fram fram fylking, Æskan hefur ákveðið að eldast aldrei, þeim kemur aldur ekkert við, nema hjá þeim sem eru orðnir alltof gamlir. Hve glöð er vor æska.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband