allt í rusli Mangi minn

Kæri Mangi minn. Það er sko alveg rétt hjá þér með þessa bjána sem eru að tína rusl í kringum húsið þitt og annara. Þetta eru elliær gamalmenni sem ættu frekar að gera eitthvað þarfara en tína rusl. Sko þetta er alveg rétt hjá þér Mangi minn, auðvitað á borgin að tína þetta rusl úr móunum og af gangstígunum og kringum húsið þitt, hvað annað segi ég bara “yes”. Ég bara skil ekkert í þessu fólki að láta sér detta þessi vitleysa í hug. Svo segja þessi gamalmenni og stynja, það er alveg sama hvað við tínum það kemur alltaf rusl aftur.

Mangi minn ég spurði sálræðing hvernig stæði á því að fóilk henti rusli í allar áttir í staðin fyrir í ruslastampa. Sálfræðingurinn sem var búinn að læra voða mikið um sálir okkar og annara, hallaði höfðinu út á vinstri öxl, horfði á ská á mig drykk langa stund og sagði. Hvað, er það ekki í lagi maður borgin tínir þetta hvort sem er upp.

Hver er þessi borgin sem tínir rusl spurði ég? Sálfræðingurinn með höfuðið á vinstri öxl, þagði hann var greinilega að reyna að muna hver þessi borgin væri.
Svo áttar hann sig og segir. Borgin það er auðvitað þeir sem búa í borginni skilurðu sko. Sniðugt fyrst kasta þeir rusli svo tína þeir það upp. Svona er nú þetta Mangi minn.

Mangi minn á leikskólunum er börnunum kennt að henda ekki rusli þegar þau eru að leika sér. Hver eða hverjir kenna þeim að þau megi henda rusli þar sem þeim sýnist ? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft stendur í gömlum kerlingabókum. Þá eru það foreldrar, ömmur og afar, langömmur og langafar sem hafa haft þetta fyrir þeim og börnin apa það eftir og henda rusli um allt.

Mangi minn elsku vinur svona er nú þetta.
Þín einlæga Magnea.


Bloggfærslur 29. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband