Valentínusardagur

 

Í valdatíð Marcusar Aureliusar Augustusar Gothicusar, þekktur sem Claudius 2. Keisari í Róm 268 til 270 eftir krist urðu atburðir sem tengjast Valentíusi.

Það eru þrír Valentíusar sem sagnir eru um frá þessum tímum.

Nú eru sumir sem vilja hafa það sem sannara reynist. Þetta er oft notað en ég vil hafa það sem skemmtilegra er,  í svona efnum.

Claudius 2. var duglegur herforingi og vann marga frækilega sigra. Meðal frægra sigra sem hann vann var orusta við Gota við Naissus sem síðar varð  Júgóslavía.

Nú á  valdatíma Claudiusar sem keisara, komu upp vandamál  meðal hermanna. Ráðgefar Claudiusar töldu að helstu vandræðin tengdust því að hermennirnir, það er þeir sem voru giftir eða trúlofaðir vildu heldur kúra undir sængurhorni sinna kvenna, frekar en berjast við ókunnuga einhverstaðar úti í heimi.

Úr varð að Claudius bannaði hermönnum sínum að giftast eða eiga kærustur.

Nú kemur til sögunnar Valentínus sem þá var prestur í Róm. Valentínus þessi hafði sótt um að verða páfi en ekki fengið djobbið.

Nú tekur Valentínus að gifta hermenn Claudiusar á laun fyrir lítinn pening. Leyniþjónusta Claudiusar komast að þessu og tilkynna Claudiusi, sem varð æfur við og fyrirskipar tafarlausa handtöku Valentínusar. Svo reiður var Claudius að hann fyrirskipaði að Valentínus skuli verða laminn með hafnarboltakylfum þar til hann gefi upp öndina og síðan hálshöggvinn.

Valentínusi er nú hent í steininn og aftökudagurinn ákveðinn 14 febrúar árið 269 eftir krist.

Meðan Valentínus bíður barsmíðanna og axarinnar, kynnist hann dóttur fangelsisstjórans sem var blind. Sagt er að þau hafi hist á laun í klefanum sem Valentínus var hafður í og verið innileg hvort við annað.

Nú rennur upp 14. Febrúar árið 269. Hafnaboltakylfurnar eru splunkunýjar sem nota á.

Valentínus fær góðfúslega leyfi til að skrifa bréf til dóttur fangelsinsstjórans, sem hann gerir og undirritar það „þinn Valentinus „ Þetta er talið fyrsta Valentínusarbréfið.

Dóminum er fullnægt en þá bregður svo við að dóttir fangelsinsstjórans fær sjónina akkúrat þegar höfuð Valentínusar skilur við búkinn.

Það er af Caudiusi 2. að segja, að hann fékk svínaflensu í janúar 270 sem leiddi hann til dauða. Eftir dauða hanns byrjaði 200 ára hnignunar tímabil Rómarveldis.

Um 1950 fengu blómasalar og gullsmiðir í Danmörku þá geislandi hugmynd að tengja saman dánardag Valentínusar við blóma og gullsölu. Hugmyndin þótti frábær, en þrátt fyrir það var það ekki fyrr en um 1960 sem Valentínusadagurinn hafði unnið sér sess í dönsku þjóðlífi.

Frá sextándu öld hafa Bretar og Skotar haldið Valentínusardag hátíðlegan.

En sagnir eru um að á 14 öld hafi þessi dagur verið hátíðisdagur elskenda og kærustpara í Evrópu.

Til Bandaríkjanna berst þessi siður með Breskum innflytjendum, og hafa Bandaríkjamenn verið einna iðnastir við að halda uppá daginn. Hingað berst þessi siður frá Bandaríkjunum og Danmörku um 1960 eða þar um bil.

Valentin þýðir hinn heilbrigði og duglegi eða þannig.

HeartHeartLoL

 

 


Kæri Hannes Smá

Mikið eru þessir öfunarpennar og illfygli leiðinleg út í þig. Þó það nú væri að bankinn fari ekki að rukka þessar 400 millur laungu áður en gjaldaginn lítur dagsbirtunnar, enda bara smáaurar. Yes. Er ekki nóg að gert ég bara spyr ? Þú ásamt fleirum komuð okkur upp úr eymd og volæði, þið komuð Íslandi í sögubækurnar svo um munar,“ me good yes“  Þú elsku Hannes minn Smárason voruð ekki með neinn fimmaurabissness „I say no more yes“.  Ertu kannski ekki að borga þessar 4,6 kíló millur ? „I simply ask „? Hvað með það þótt einhverjir drullusokkar séu að rukka þig um 10 kíló millur þatta er bara frekja í þessu pakki að ætlast til að þú takir upp budduna, „ No way „ segi ég bara og hana nú.

Svo eru menn að fleypra með að ekki sé veð fyrir þessum fáu kúlum ég veit ekki betur en hlutabréf í FL og Byr hafi verið sett að veði, einhvers virði er það nú maður lifandi „yes“. Eins og Siffi segir þið molbúarnir eigið að skammast ykkar „I mean it“ . Það voru alvörumenn eins og þú Hannes minn sem gerðuð ykkar besta en eruð bara húðstrýktir fyrir „ fuck them all, I mean it yes „.

Haltu þínu striki Hannes minn og farðu bara í mál við allar þessar frekjur sem eru að bugga þig „yes“ Við stöndum með þér og Sigurjóni digra og öllum hinum framsýnu athafnamönnum sem verið er að jagast í. Fram fram fylking athafnamanna, þeir lengi lifi til hagsbóta fyrir sig, helvítis smáborgararnir þessir sem þú og Sigurjón kallið „svokallaðan almennig“og eru sífellt að jagast út í ykkur, þeim er sko ekkert ofgott að borga „I mean it yes“

Þetta verður nú ekki lengra í bili Hannsi minn, bið að heilsa stelpunum á Tortúla

Kær kveðja þín

Magnea


Kæri Sigurjón.

Whistling Joyful   

Mikið er ég feginn að þú skulir kominn að austan. Var þetta bara ekki ömurlegt að vera þarna innanum alla þessa glæpona ? Mér var sagt að Ólafur digri af Akranesi og þú hafið verið einhverjum spurningaleik, frúin í Hamborg eða eitthvað svoleiðis, og þú máttir ekki segja nei, og ekki ég man það ekki  og  alls ekki  segja icesafe. Var þetta ekki hræðilegt ? Hún Soffía frænka sagði mér að þú hafir staðið þig miklu betur en Ólafur digri í þessum spurningaleik.

Þú fékkst snúðana frá mér er það ekki ? Það var hreint ævintýralegt með þá. Við Soffía skárum nokkra  þeirra til helminga og settum neðst í vaskafatið, svo skárum við helling í fjóra parta og settum yfir helminguðu snúðana. Þetta var gert til að plata Lalla Jhons og hina krimmana og svo að sjálfsögðu fangaverðina. Það var gaman að gefa þeim snúða, engu líkara en þeir hefðu aldrei smakkað snúð.

En hvað um það Soffía sagði mér að hún hefði komist alla leið til þín með vaskafatið og þá voru allir hálfu snúðarnir eftir. Mikið var hún stolt af þér hún Soffía þegar hún lýsti því hvernig þú tróðst uppí þig hálfu snúðunum, hún tárfelldi af hrifningu meðan hún lýsti því.

Hvað hafði svo Ólafur digri út úr þessum spurningaleik ? ég bara spyr. Gastu ekki barað sagt já eða eitthvað svoleiðis eins og bara tortúla ? Ég er viss um að þú hafir ekki sagt neitt af viti, því þá væri ekki búið að sleppa þér.

Var maturinn ekki hræðilegur þarna fyrir austan ? Soffía sagði að hinir krimmarnir væru látnir elda einhverjar kássur fyrir þá sem eru í spurningaleik við lögguna, engar stórsteikur sagði hún, ónei.

En nú lagast þetta allt saman þegar þú kemur norður í menninguna. Vonandi verður þér ekki  meint af þessu  Sigurjón minn. Hvaða kjaftæði er þetta með misnotkun ? Þú ert þó ekki hommi er það nokkuð ? Þetta er nú meiri óhróðurinn um þig, misnotkun ég segi bara ekki hann Sigurjón  minn.

Elsku kallinn minn ég ætla að bjóða þér í kaffi við fyrsta  tækifæri.

Auðvitað verða hálfir snúðar með kaffinu. Sjáumst.

Þín Magnea.


Ólygin sagði mér

Kissing Wizard  

Ólygin sagði mér að þeir félagarnir Jón, Hannes og Pálmi ætli að bjóða til jólatónleika á Laugardalsvellinum. Þessir tónleikar verða með öðrum hætti en aðrir jólatónleikar. Fólk þarf nefnilega  ekkert að greiða fyrir að koma á þá, en fær greitt þegar það fer út af vellinum eftir tóleikana. Þeir sem ná bestu sætunum fá 16.000 krónur þegar þeir yfirgefa völlinn svo smá lækkar upphæðin en það fær enginn minna en 4.000 krónur.

Margt verður til að gleðja fólkið sem kemur,  annað en greiðslan fyrir að fara. Til dæmis verða frægir söngvarar sem kyrja ýmis skemmtleg verk, svo sem „Bjössa á mjólkurbílnum"," einn er ég á Tortúla", „alltaf blankur"," svona gerum við þegar við rænum.......  og svo snúum við okkur í hring", og marga fleiri  skemmtilega söngva. Margir góðir söngvarar og stjórnedur koma fram á þessum tónleikum. Þarna verður dúettinn Finnur og Halldór, þeir munu flytja sönginn „ hvað er svo gott sem......." bakraddir eru félagar úr Kóngsbakkakórnum undir stjórn Jafets Ólafssonar. Sérstakur heiðursgestur verður Geir Haarde. Einnig verður leynigestur sem ekki fæst upplýst hver er fyrr en hann kemur fram.

Þá kemur fram gamli Seðlabankakórinn sem flytur lög eftir Davíð undir stjórn Davíðs, einsöngvari er Davíð. Á þessu má sjá að um fjöbreytta dagskrá verður að ræða. Ennfremur verður boðið uppá  einleik á trompett Fjármálaeftirlitsins sem Jónas leikur á, hann mun flytja tónverk eftir Davíð samið sérstaklega  fyrir svokallaðan almenning í tilefni bankahrunsins. Þá kemur fram blandaður já-kór Samfylkingar og Vinstri grænna sem flytur okkur upphafið að verki Davíðs sem hann samdi með Geir og þeir kalla „guð blessi Ísand".  Undir lok jólatónleikanna mun svo Hannes þjófur sýna snilld sína við grillið. Hannes ætlar að grilla rjúpur frá því í fyrra.

Látið ykkur ekki vanta þið græðið á því að mæta.


Kæra þjóð.

 

Vitið þið að fyrir einn milljarð, það er upphæðin sem Villtist í vasa Jóns Ásgeirs ef eitthvað er að marka fréttir, er hægt að greiða 200.000 krónur, fimm þúsund sinnum ?

Vitið þið að syrir 2,6 milljarða, það er upphæðin sem Halldórs Ásgrímssonar útgerðin fékk afskrifaða, er hægt að greiða 200.000 krónur, þrettán þúsund sinnum ?

Vitið þið að fyrir 250 milljarða, sem er talan sem er í fréttum í tengslum við Lárus Welling og félaga í Glitnis-bandinu er hægt að greiða 200.000 krónur,  eina milljón tvöhundruð og fimmtíu þúsund sinnum ?

Vitið þið að fyrir 1.000 milljarða er hægt að greiða 200.000 krónur , fimm milljón sinnum ?

Og fyrir 2.000 milljarða er hægt að greiða 200.000 krónur, tíu milljón sinnum.

Kæra þjóð, þetta finnst mér þið verðið að hafa í huga.

Hverjum er svo þetta ástand að þakka eða kenna ? Væntanlega þeim sem voru við stjórn frá 2000 til 2008. Hverjir voru það svo ? Jú fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar og  Geirs Haarde. Framsóknarflokknum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar,  Jóns Sigurðssonar, Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur. Ekki má gleyma Samfylkingunni undir forystu  Ingibjargar Sólrúnar, sem kóaði með Geir Haarde síðustu 18 mánuði fyrir hrun.

Svo koma þeir Bjarni gæsalappi Sigmundur glópalán og Jóhanna Sigurðardóttir og láta sem flokkarnir þeirra hafi ekki komið nálægt neinu. Allt helvítinu honum Steigrími að kenna, hann bara mergsígur almennig og skattpínir fyrirtækin í landinu svei honum þetta er allt honum að kenna. „fock him".

Geir Haarde  vinur Bjarna gæsalappa lýsti því yfir að íslendingar muni greiða ICESVE . Bjarni gæsalappi skammast út í Steimgím fyrir að ætla að standa við loforð Geirs sem þá var formaður Sjálfstæðisflokksins.  Góða þjóð hafið þetta í huga þegar þið ræðið um fátækt á Íslandi

Ykkar vinkona

Magnea


Kæri Jón Ásgeir

Blush Tounge  

Hvað með það ekki nema 1 milljarður, þetta er ekki neitt bara einn milljarður það er ekki mikið, eða hvað?  Hvað er þessi stöðumælavörður af Akranesi að nöldra í þér ?" I simply ask"  Getur hann bara ekki verið heima hjá sér og talið tölur eða eitthvað?  Til glöggvunar fyrir þá sem eru lesblindir á tölur. Það þykir gott að fá 200.000 útborgaðar á mánuði, allavega þeim sem standa í biðröðum eftir brauðskorpum.  Þú þarft nú ekki Jón minn að bíða eftir neinu nema kannski flugfari til New York.  Þessi eini milljarður dugar til að greiða 200.000 í fimm milljón mánuði, eða 200.000 í 416.666 ár. Ég bara skil ekki þetta pakk sem er að nöldra yfir þessum smáaurum sem fóru óvart í hægri buxnavasann þarna um árið þegar þú varst á fullu STÍMI.

 

Hvað er þessi eini milljarður í samanburði við 32,5 milljarða sem þið félagarnir í FL-Group, Glitni, Stoðum , Landic Propertes, Baugi, 101 Capital, FS37, FS38 og Stími voruð að kasta á milli ykkar ? það er ekki mikið að einn milljarður hitti ekki í körfuna. Svo koma þessir öfundsjúku stöðumælaverðir og snussa í pappíronum hjá þér og frúnni. Ef þeir bara hefðu sagt þér hvað þeir vildu hefði r þú bara svarað þeim, ekki satt? Mér dettur ekki í hug að þú mundir stinga einhverju niður í kjallara af því sem þeir voru að spyrja um. „no you are a honest man,yes"

Þetta eru bara ofsóknir og ekkert annað, nema auðvitað öfund og illgirni í þessum lúsablesum." Fock them bara „ Þeir eiga ekkert með þetta segi ég bara og hana nú. Ég held bara að ég verði að skrifa þeim félögunum Kobba í Stím, Pálma Fonsara,   Hansa Smáa  og Lalla Welling og hughreysta þá . „yes man" Ætli þeir verði ekki næstu fórnarlömb. „sacrificial lambs" eins og vinur minn Ragnar reykhás orðar það.

Bless í bili

Þín Magnea


Kæra málnefnd.

Tounge  

Í dag hefur þú miklar áhyggjur af íslenskunni. Ekki nema von.  Háskólasamfélagið er eskuskotið eftir  veru í Súpergaggóum landssins. „no question about that". En við svokallaður almenningur eigum eftir að develópa  og evalueita þetta, „yes". Það nær bara ekki nokkurri átt að annað tungumál sé talað í háskólasamfélaginu en meðal svokallaðs almennings. NOyesNOyesNOyes". Ég er svo sammmála þér að þetta nær ekki nokkurri átt, háskólasamfélagið verður að taka sig á og tala íslensku. „what else" ?.

Ekki má með nokkru móti glata málinu eins lyriskt og það er. Ég verð að segja  það. Eftir viku dvöl í útlöndum er ekki nema von að fólk ruglist smá á orðum eins flókið það er að læra á einu máli og tala svo annað mál. Með lyriskri meðferð og  raunverulegum raunveruleika á málinu má ná heilsteyptu og samhangandi  máli sem allir skilja eins." No problem".  Með vandaðri notkun á okkar mjúka geometríska ilhýra grátóna máli gætum við með tímanum talað saman og skilið hvort annað. Ég segi bara bæbæ í bili.

Þín.

Magnea


Kæri Finnur.

CryingKissing

Mikið er ég ánægð núna. Ég var að lesa höfuðlausnina sem þú lést skrifa í Fréttatímann. Svona eiga Finnar að gera, „yes". Þessir mannorðníðingar sem hafa vaðið uppi undanfarið með lygum um þig fengu aldeilis „gomoring" hjá þér. Svona lygalaupar ættu að skammast sín fyrir níðið um þig. Auðvitað ertu gegnheiðarlegur eins og til dæmis Davíð og Halldór, sala á einhverjum banka kom þér auðvitað svo gott sem ekkert við. Þú varst aldrei neinn S-maður hvað þá heldur SS-maður ó nei. Auðvitað áttir þú engann þátt í kaupum á Frumherja né neinu fyrirtæki sem illpennarnir eru að bulla eitthvað út í loftið. Ekki er það þér að kenna þótt eitthvert fyrirtæki sem þú í fyrir algjöra tilviljun eigi sjötíu og eitthvað millur, „ no me frend". Það voru einhverjir aðrir sem voru að FIKTA í þessu, en ekki þú elsku drengurinn. Svo voru þessir þrjótar að gefa í skyn að þú hafir grætt eitthvað á mælum sem vinur okkar Alfreð Þorsteins þraungvaði uppá Frumherja geng vilja eigandanna. Alfreð er grandvar maður sem veit uppá hár hvernig bissness virkar. Hann sparaði Orkuveitunni stór fé, með því að losa hana við allt þetta mæladót, „no question about that". Auðvitað er staðreyndin sú að Frumherji tapar bara á þessu mæladrasli, svo segja níðingarnir að það hafi verið einhver  tengsl milli ykkar framsóknarmannanna, svei þeim bara. „ I say fock them all"

Svo er reynt að koma því inn hjá þjóðinni að þú og Jafet séuð einhverjir sérstakir félagar. Ég hef nú þekkt þig lengi og veit að þetta er bara bull og óhróður um ykkur félaganna. „lies,lies,lies".

Þó þið eigið eitthvert eyðikot á Snæfellsnesi þarf það ekki þýða að þið séuð einhverjir félagar. Auðvitað hittist svo á, að þið séuð á sama tíma í kotinu. Ekki er það svo, að þið ræðið ekki saman þegar svo stendur á.  Ekkert er varið í að dreypa á rauðvíninu einsamall .„nonono".

Ég er bara svo hissa á þessu að ég bara verð að fá mér einn og leggja mig. Skrifa þér við tækifæri Finnur minn.

Bestu kveðjur, þín

Magnea

CoolCrying

 


Kæri Halldór.

 

Hvað eru menn eiginlega að hugsa? Einhver kelling er að röfla um að þú hafir fengið nokkra milljarða afskrifaða. Ég segi bara, hvað með það. Heldur þessi kelling að það sé hægt að vera með gjaldþrota frammsóknarmann fyrir ritara út í heimi á vegum íslenska ríkisins ? „no way" segi ég. Auðvitað ertu langbestur í ritaradjobbið, engin spurning. „ best of all „Þessi vintri-græna stelpa sem þessu ræður er auðvitað á sama máli hvað flínkheitin varðar, þegar á að færa til bókar það sem skrafað er á þessu norðulanda eitthvað. „ on question" Einhverjar illar tungur hafa verið að bera það út að það sé einhver dönsk stelpa í Kaupmannahöfn sem skrifi fyrir þig á dönsku sem þú vilt að sé fært til bókar. Það er líka skrafað að þegar þú ert ekki á fundum þá séu fundargerðirnar sem hún skrifar miklu greinilegri og ítarlegri heldur en þegar þú ert að fikta í því hvað hún skrifar. „oh me dear „ Auðvitað veist þú ekkert um þetta kvótakerfi frekar en aðrir útgerðarpésar. Það virðist vera að kjósendur Samfylkingarinnar sem kusu Jóku sem lofaði breytingum á þessu kerfi, hafi ekki skilið hvað hún átti við með innköllun á kvóta. „ I say" Auðvitað meinti hún innrömmun en ekki innköllun, þetta hefur Steingrímur marg sagt, og Guðbjartur er meira að segja búinn að smíða rammann." made the ramm" . Ramma sem á að endast næstu 100 árin.  Nei Halldór minn taktu ekki mark á þessu röfli, þetta eru bara öfundsjúkur og illviljandi almenningur sem talar illa um þig. Svokallaður almenningur, ojbara, hvurn djöfulinn vill þessi svokallaði almenningur  uppá dekk ? „fock them all".

Halldó minn kæri haltu áfram þínu striki „ your line" hvað sem þetta pakk segir og nöldrar. Ég skrifa þér meira seinna. Bestu kveðjur

Magnea

Kæra Jóhanna.

 

Nú er lag. Nú er sko lag til að laga allt sem laga þarf," yes"  Nú er bara að aftengja þessa arfavitlausu stjórnarskrá, þá er hægt að reka þingmenn í golf til útlanda, svo meðan þeir eru þar en nú aldeilis hægt að taka til, maður lifandi. Fyrst er að skipta um gjaldmiðil. Taka má upp hvaða gjaldmiðil sem er til dæmis mætti taka upp gjaldmiðilinn skeljar. Skeljar er ágætis orð yfir nýjan gjaldmiðil, skejar voru jú notaðar af forfeðrum og mæðrum okkar samanber leggur og skel. „leggs and shells" Þá þarf auljóslega að fara fram peningaskipti . Til að gæta fyllsta sanngirnis og hvika ekki frá réttlætinu væri rétt að hafa skiptin með þessum hætti:

  • 1. Þeir sem eiga 1 milljarð eða meira fá skelina á 10 aura.
  • 2. Þeir sem eiga 100 milljónir til 1 milljarð fá skelina á 50 aura.
  • 3. Þeir sem eiga 10 til 100 milljónir fá skelina á 75 aura.
  • 4. Þeir sem eiga 1 til 10 milljónir fá skelina á 1 krónu.
  • 5. Þeir sem eiga 1 krónu til 1 milljón fá skelina á 300 krónur

Þeir sem hafa 4 millónir í tekjur á mánuði og eru á atvinnuleysisbótum fá eins mikið af skeljum og þeir geta borið út úr skiptastöðinni.

Þeir sem eru atvinnulausir og á bótum fá ekki að koma svo mikið sem inn á lóð skiptistöðvarinnar. Þeir geta reynt að skipta sínum vesælu krónum á svartamarkaði Péturs Bl. Þegar hann kemur úr golfinu. „easy me dear" ekki satt ?

Nú á þessum tímapunkti er engin verðbólga, ekki satt ? Nú þá er bara að ákvða að vetirnir séu í samræmi við eign fólksins í skeljum. „of course „ Dæmi: þeir sem eiga 1 milljarð eða meira fá 300 % vexti, þeir sem eiga 1 krónu til eina milljón borgi ríkinu 50 % af eign sinni í vexti. „reasonabble fair" ekki satt ? Elsku dúllan mín svona er þetta nú einfalt.  Bara setja í gang og drífa í þessu. Vitleysingarnir á þinginu verða bara hálfan mánuð í golfi, svo tekur ekki nema þrjá daga að láta renna af þeim, svo þú séð að nægur tími er til að framkvæma þetta. Þegar þeir svo koma til baka skilja þeir ekkert í þessum skejlum, það gerir ekkert til þeir hafa aldrei skilið neitt hvort sem er. „yes „ Jóka mín, „you are the best".  Ég skrifa þér aftur þegar ég fæ næstu virtun Jóka mín. Bless bless," I love you"

Þín Magnea.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband