
Fyrir þá sem ekki vita:
Tréið Ill-dragsíll. Er ekkert skylt tréinuYggdragsil Ill er vondur í merkingunni illur dragsill er samsetning úr enska orðinu drag sem getur þýtt að drattast, og sill er dregið úr franska orðinu sillage sem getur merkt fótspor. Samanber Marcher dans le sillage Sem sagt, vont er að drattast úr sporunum.

Hólmsteinn íkorni þeytist milli greina og nemur slúður til að flytja Dabba sem nú situr á eftirlitsgreininni hátt uppí tréinu. Hólmsteinn segir fuglarnir í tréinu eru orðnir órólegir, sérstaklega þessir hag-fuglar og sumir viðskipta-fuglarnir líka. Þeir eru eitthvað að segja að við séum komnir með of miklar birgðir í önnur tré. Þeir segja að útrásarfuglarnir séu farnir að slá út á birgðirnar sem þeir hafa safnað í austurtrjánum. Dabbi snýr uppá sig þú segir það Hólmsteinn minn, það er bara ekkert að marka þessa hag-fugla það veit ég sko, þetta eru bjánafuglar sem þykjast vita eitthvað af því þeir lærðu prósentureikning í Súpergaggó eða í vestur trjánum eða eitthvað. En sumir eru bláir segir íkorninn. Eru þeir bláir í gegn eins og Haarde stofninn spyr Dabbi ? Það eru nú ekki margir svoleiðis segir Hólmsteinn þeir eru flestir í að græða ýmist hér í tréinu eða í austurtrjám þetta eru aðallega útrásarfuglar, en það eru nokkrir grænir innanum bætir svo íkorninn við. Hvað segja þeir bleiku og rauðu ? Þeir eru flestir snarvitlausir sérstaklega þeir rauðu, þeir bleiku virðast ýmist vera með eða á móti, snúast bara og vinglast fram og aftur. Akkúrat tautar Dabbi þá er víst óþarfi að hafa áhyggjur. Má bjóða þér í glas Hólmsteinn minn ? Já takk vatn, þú veist þetta með bragðinu. Skál mikið er þetta hressandi eftir öll hlaupin um tréið. Nú þurfum við bara að matbúa einhverskonar frétt til að láta Árvak setja á pappír fyrir fugla trésins. Hólmsteinn minn þú finnur út úr því er það ekki ? Jú ætli það ekki segir íkorninn Hólmsteinn. En Hólmsteinn fréttin á að vera um efnahagsundur og vel heppnaða korn-og fræstjórnum mína, og að það sé engin hætta á ferðum. Bullið í hagfuglunum sé bara öfund út í stefnu mína í korn-og fræmálum, allt sem ég spáði hefur ræst fullkomlega. Við erum engum öðrum fuglum lík fyrir snilli í korn-og fræstjórnun, og þetta er allt mér að þakka, gleymdu ekki að láta Árvak geta þess í fréttinni.




Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Velsæld ríkir og bláum og grænum fuglum fjölgar, en rauðum og bleikum fer heldur fækkandi. Þeir marglitu setjast helst á greinar þeirra bláu og grænu frekar en þeirra rauðu og bleiku. Furðufuglunum kemur ekki saman um hvar þeir eigi að vera í tréinu svo þeir bara væflast um upp og niður. Svona gengur þetta í langann tíma mörg ár meira að segja. En greinin sem Dabbi yfir-bláfugl situr á heldur áfram að visna, sama er að segja um margar aðrar greinar bæði bláar og grænar. Svo skeði það einn daginn að greinin sem Dabbi sat á datt af tréinu. Yfir-fálkinn Dabbi varð því að forða sér frá falli með því að taka flugið. En hann hafði ekki þurft að beita vængjunum í langan langan tíma svo það reyndist honum erfitt að fljúga. Hann vissi heldur ekkert hvert hann ætti að fara því hann var ekki í neinum tengslum við aðra fugla trésins, nema örfáa bláfugla sem voru eins og hann bláir í gegn. Svo fer að hann sest á gilda grein ofarlega í tréinu, því hann vill jú sitja þar sem hann hefur góða yfisýn, aðeins er ein grein ofar sem er óvisnuð, en þar situr Norskt afbrigði bláfugls sem kallað er Haarde afbrigðið. Þetta afbrigði er harðgert eins og nafnið bendir til og því varð Dabbi að setjast á grein neðar hvort sem honum líkaði betur en verr. Þar sem hefur verið lengi mikill og náinn vinskapur með þessum bláfuglum kom þeim saman um að Haarde fuglinn sæi um daglega stjórn á fuglum trésins en Dabbi væri einskonar yfirstjórnandi og liti til með korn-og fræ bönkunum. Í orði kveðnu undir stjórn Haarde fuglsins en í raun ekki. Eina hlutverk Dabba var því að ákveða hverjir vextir ættu að vera á kílóaumunni og hvaða gengi ætti að vera á ervunni og dallinum. Þar sem hann Dabbi vissi ekkert um ervur, dalla og aumur fékk hann sér spjald eins og er notað í pílukasti. Þetta spjald hefur margar tölur og reiti. Til að ákveða vexti kíló-aumunnar og ervunnar kastaði hann pílum á spjaldið einu sinni í mánuði. Hann skrifaði svo hjá sér töluna á reitnum sem pílan lenti í og það var talan sem hann ákvað að væru vextir, eða gengi ervunnar og dallsins. Stundum lenti pílan í hurðinni fyrir ofan eða neðan spjaldið, þá bara sleppti hann úr og sagðist ekki breyta neinum vöxtum og engu gengi. Þegar bláfuglar sem héldu að þeir væru vinir hans, nöldruðu út í þetta fyrirkomulag , sagði Dabbi bara að þeir hefðu ekkert vit á þessu og ættu bara að halda kjafti. Ég er lögfróður en þið ekki. Þótt þið hafið lært prósentureikning í Súpergaggó er ekki þar með sagt að þið hafið eitthvart vit á þessum málum, og ef þið ætlið að vera með einhvern kjafthátt eða leiðindi við mig þá bara súa ég ykkur eins fuglarnir fyrir vestan gera þegar einhver móðgar þá. Svo læt ég vini mína í Hæstugreinum dæma ykkur burt úr tréinu.




Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Hólmsteinn íkorni er nú hjá Dabba almáttuga að segja nonum frá þessu ráðabruggi D- og B-fuglanna. Dabbi hlustar á allt slúðrið af þolinmæði, segir svo. Farðu fyrir mig niður til Árvakurs og flyttu honum eftirfarandi boðskap, og biddu hann að setja á þrykk og láta útvarpa og sjónvarpa þessum boðskap. Við ráðum yfir þessu öllu, Fréttamogganum, ríkiskringlukastinu, 3650 og INN við ráðum yfir þessu öllu saman segir Dabbi almáttugi, sama hvað hver segir. Hver er svo boðskapurinn spyr Hólmsteinn íkorni? Já boðskapurinn er að ég æðsti-D ásamt Dóra æðsta-B höfum ákveðið að einkavinavæða alla korn-og fræsölur trésins. Þetta er gert til framdráttar nýrri hagfræðikenningu sem barst hingað með vestanvindinum hér um daginn. Þetta á að stuðla að velgengni okkar manna í korn-og fræ sem verður að korn-og fræ ehf. Eftir breytinguna á eignarhaldi þessara fyrtækja. Heldurðu að Árvakur sé til í að setja þetta á hámælisstandinn ? Sko, segir Dabbi ef hann er með eitthvað múður þá skalt þú segja við hann og þú mátt bera mig fyrir því. Þú þarna Árvakur ef þú hlýðir ekki ertu rekinn og ég skal sjá til þess að þú fáir ekki svo mikið sem dómaraembætti í framtíðinni. Vaó ! þú ert svei mér harður. Með það þýtur Hólmsteinn íkorni áleiðis til Árvaks. Þegar Hólmsteinn hefur flutt Árvakri boðskapinn frá Dabba almáttugum segir Árvakur, hvar á ég nú að fá blek til að skrifa allt þetta ? Ég er alveg lens með blek og prentsvertu. Íkorninn hallar undir flatt, segir svo skellirðu þessu bara ekki á netið ? svona til að byrja með. Hvaða net spyr Árvakur ? Nú netið sem kerlingarnar eru búnar að spinna út um allar trissur. Þú segir nokkuð segir Árvakur, en þolir þetta net svona nokkuð ? Þetta eru engar smá fréttir og ég er viss um að þær eiga eftir að skapa miklu fleiri fréttir þegar furðufuglarnir og þeir rauðu og bleiku fatta hvað er verið að gera. Iss þeir fatta ekkert segir Hólmsteinn þeir eru niðri í fjöru að tína söl




Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íkorninn Hólmsteinn læðist nú um Mannheima og sperrir eyrun. Hann heyrir sögur og slúður um allt mögulegt. Hver sé með hverjum, hver hafi gert hitt og með hverjum og hvar, og hver sagði hvað um nágranna sinn. Allt ómerkilegt rugl, ekkert bitastætt. Um það bil sem hann ætlar að yfirgefa Mannheima og flytja Dabba engar fréttir heyrir hann á tal tveggja fugla annar var blár úr flokki D-fugla og hinn grænn úr flokki B-fugla. Sá blái segir hvernig líst þér á að græða ? Sá græni segir tja, því ekki það, kostar það ekki helling ? Neinei segir sá blái bara smá sveiflu. Sko, segir hann svo, við bara setjum í gang það sem heitir ferill. Nújá segir sá græni, hvað er það ? Við bara einkavæðum korn-og fræsöluna . Er það hægt spyr sá græni ? Ekkert mál segir sá blái, við skiptum þessu bara jafnt milli okkar bláu og grænu vina. Hvað með hina segir sá græni ? Iss þeir eru bjánar og við bara skiljum þá eftir í Umhverfislandi, þar geta þeir týnt fjallagrös og lopadræsur úr gaddavírnum, og prónað úr þeim vandræði, sem verða verðlaus þegar við höfum selt okkar mönnum hlut þeirra í korn-og fræ. Déskoti líst mér vel á þetta segir sá græni, en ég bara skil ekkert í þessu, kannski af því ég er svo grænn. Þá er bara að finna einhverja leppa til að gera tilboð í þessar korn-og fræsölur, við getum haft þær þrjár. Tvær verða hreinar, önnur blá og hin græn, svo höfum við eina svona blandaði bláa og græna með smá bleiku og gulu í. Þá er bara að drífa í þessu. Við tilkynnum þetta við hentugleika. Er ekki betra að ræða þetta heima hjá okkur spyr sá græni ?. Ekkert svona kjaftæði við bara ákveðum þetta og drífum svo í því, við sýnum sko hverjir ráða. Hólmsteinn íkorni hefur heyrt nóg hann treystir sér ekki til að muna fleiri sögur og þýtur því af stað upp til Dabba almáttuga til að færa honum fréttirnar.




Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hólmsteinn vaknar nú af heldur óværum svefni, drullutimbraður. Hann horfir í kringum sig og segir hvar í ósköpunum er ég eiginlega ? Af hverju er mér svona illt í hausnum ? Þursinn Árvakur lítur til hans og segir þú ert bara timbraður og ekki nema von. Þú komst hér í gær blindfullur slagandi eins og mæðuveik rolla eftir Hummerslóðinni. Æi, ekki tala svona hátt vælir Hólmsteinn. Árvakur segir, þú ættir að drífa þig upp til Dabba hann hefur verið að garga í allan morgunn, það er áræðanlega eitthvað mikið á seyði hjá fuglunum. Hólmsteinn drattast af stað upp tréið til fundar við forustfuglinn Davíð. Hvar hefurðu verið spyr Dabbi ? Ég sótti vatn fyrir Níðbít í Heimskubrunninn, hann var svo fjári þyrstur og Viskubrunnurinn galtómur. Svo heimsótti ég Árvak og hallaði mér hjá honum, var eitthvað svo fjandi þreyttur. Hvernig stendur á því að brunnurinn er tómur spyr Dabbi ? Æi rætur vandans eru búnar með alla visku úr brunninum segir Hólmsteinn. Hverskonar vatn var þetta sem þú fékkst handa Níðbít? Drakkstu eitthvað af því sjálfur ? . Bara smá segir Hólmsteinn, mér fannst ansi sterkt bragð af því. Sögðu gömlu skessurnar eitthvað um hvaða vatn þetta var ? Já já Skuldaskil sagði að þetta væri vatn lífsins, svo sagði Nújá eitthvað á útlensku, ég held aquavite eða eitthvað svoleiðis. Á var það já segir Dabbi, þú ert nú meiri hálfvitinn Hólmi minn veistu ekki að þetta vatn er ekkert annað en brennivín. Hvað er brennivín spyr Hólmsteinn? Sleppum þessu bara segir Dabbi, farðu heldur niður í Mannheima og hleraðu hvað sé um að vera þar. Hómsteinn hefur nú jafnað sig at timburmönnunum og þýtur af stað til að njósna um lífið í Mannheimum fyrir Davíð almáttuga.




Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Eins og sagt hefur verið áður situr efst í tréinu fuglinn Davíð. Hann er Fálkaafbrygði, blár í gegn. Þar fyrir neðan eru svo fuglar af sama stofni nema að í bland við þá eru fuglar sem eru með litaafbrygði á vængjum. Sumir eru með græna slikju, aðrir fölgræna og svo eru þarna afbrygði með bleikar stélfjaðrir. Mestur fugla af þessum bláfuglum á eftir Davíð er afkomandi fuglsins Haarde sem flæktist hingað að austan fyrir áratugum síðan. Þetta afbrygði er blátt í gegn eins og fuglinn Davíð. Því er hann valinn til forystu. Aðrir bláfuglar lúta honum og hlíða í blindni sama hvað á gengur. Bláfuglum fer heldur fækkandi, en Davíð segir að stofninn eigi eftir að ná sér aftur, þegar skuldaregninu slotar. Gunnfáni Bláfugla er hvítir stafir á bláum grunni, þar er stafurinn D mest áberandi. Þar fyrir neðan í tréinu er annar flokkur fugla sem er grænn á litinn, ekki er vitað um hvort einhver af þeim fuglum séu grænir í gegn, þó telja fræðingar að það hafi verið til eintök af þessum fuglum sem hafi verið græn í gegn. Þessi fuglategund er í útrýmingrahættu og hefur verið rætt um að fanga nokkur eintök til að hafa til sýnis ef hann hvefur alveg úr greinum trésins. Gunnfáni þessarra fugla er hvítir stafir á grænum feldi, áberandi er stafurinn B, en fræðimönnum ber ekki saman um hvers vegna þessi stafur hefur verið valinn.Þar fyrir neðan í tréinu er svo fuglar sem eru marglitir, rauðlitir ýmist með bláum, gulum, rauðum eða grænum fjöðrum, ýmist í stéli eða vængjum, sumir þó bæði á stéli og vængjum. Þessari tegund hefur fjölgað all nokkuð á móti fækkun í þeim bláu og grænu. Það er álit fuglafræðinga að fjölgun þessarra fugla megi rekja til þess að þeir nærist einkum á vandræðum og óánægju en ofvöxstur er í því um þessar mundir. Gunnfáni þessarra fugla er rauðirr stafir á hvítum feldi.Svo koma þar fyrir neðan í tréinu rauðir fuglar. Þeim hefur farið fjölgandi í því árferði sem er nú um stundir, enda nærast þeir eins og marglitu fuglarnir einkum á vandræðum og óánægu. Þessi tegund er frekar einslit, það er að segja ekki mörg litaafbrygði þó má finna meðal þeirra einstaklinga með bleikar, grænar og jafnvel með bláa slikju á stélfjöðrunum. Gunnfáni þessarra fugla er grænir stafir og rauð tákn á hvítum grunni.Þar fyrir neðan kemur svo tegud sem er allavega á litinn. Þó ber mest á bláalitnum hjá þessarri tegund. Hún kom í tréið eftir óveður sem geysaði fyrir nokkrum árum og kom róti á tegundirnar. Það er mat fræðinga að um einhverskonar óánægju hafi verið að ræða í öllum hinum fuglaflokkunum sem varð til þess að þessi tegund klauf sig frá hinum. Gunnfáni þeirra er hvítt F á bláum feldi. Það er álit fræðimanna að F-ið standi fyrir furðufuglar.




Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
«
Fyrri síða
|
Næsta síða
»