4.3.2009 | 14:07
Martröð-5
Sturla frammari setti fundinn á Klörubar og tilkynnti að Ómar Ragnarsson væri sérstakur gestur frammara á Klörubar. Sturla sagði að í raun væri Ómar framsóknarmaður en væri í fyrirsvari fyrir sértrúarsöfnuð um þessar mundir.
Ómar hóf upp raunst sína og talaði út í eitt um það hvað það væri mikilvægt að gera ekkert sem gæti verið skapað meiri orku til hagsbóta fyrir landið. Það ætti í staðinn að fjölga ferðamönnum og gera sem mest úr hreinleika íslenskrar náttúru. Um efnahagsvanda þjóðarinnar hafði hann ekkert að segja nema bara að þetta væri græðgi eða eitthvað svoleiðis. Íslandshreyfingin er því áhugalaus um núverandi ástand og hefur engar lausnir fyrir okkur kjósendur. Það er því ekki gæfulegt að velja þá til að stjórna landinu. Ómar lýsti Gjástykki eins og það væru mestu gersemar sem landið ætti og mætti alls ekki hreyfa við svo miklu sem einum hraunmola. Rafmagnið eigum við að fá frá virkjunum eins og afi minn smíðaði og setti í bæjarlækinn, hann smíðaði margar margar túrbínur sagði Ómar. Það kom meira að segja ljós á perurnar í fjósinu, allavega svona stundum.
En Ómar sagði ekki frá kömrunum við Dettifoss, en það var þannig að á annað hundrað ferðamanna kom til að skoða þetta náttúruundur sem Dettifoss er. Þegar fólkið kom úr rútunum var það alveg í spreng, það var nefnilega í hádegismat á hótelinu á Húsavík fyrir tæpum tveimur tímum. Sem sagt allir með krosslagða fætur og aðra hendina í klofinu. Þeir sem fyrstir komust á kamarinn komu augnabliki síðar út með brækurnar á hælunum og ælandi að auki, slíkur var viðbjóðurinn á kamrinum. Þessi lýsing er því miður hérumbil alveg rétt. Ómar ætti að skoða sinn gang varðandi fjölgun ferðamanna. Fólkið spurði leiðsögumanninn sem var kona, hvert getum við farið til að pissa og gera meira ? Hún benti út í móa og sagði náttúran er stórkostleg. Eftir þessar hremmingar var fólkið fegið að komast í rúturnar aftur.
How do you like Iceland spurði bílstjórinn. Shit sagði ferðamaðurinn. Hvað finnst þér um Dettifoss ? Hvaða foss ? Svo er það nú svipað með Dimmuborgir, engin aðstaða nema út í hrauni en þar eru afdrepin fleiri, bara að gæta sín þegar maður gengur í hrauninu að stíga ekki á þú veist.
Ómar hélt áfram alls ekki mætti virkja jarðhitann. Á fáum áratugum yrði Hellisheiði orðin köld og þá yrðum við að kynda kofanna með olíu eða mó. Þegar hér var komið fannst mér Ómar vera eins og pretikari sértrúarsafnaðar, ekki ósvipað og Gunnar í Krossinum. Gunnar á eftir að kætast yfir þessari spá Ómars, því samkvæmt henni á eftir að frjósa í helvíti, og Hvergerðingar rækta frostrósir í stað tómata og agúrka.
Síðan hóf hann Ómar upp raust sína og flutti kvæði sem hann mundi nú ekki alveg hverig er en það var til í tölvunni hans. Þegar hann hafði lokið sé af tók Sturla við hljóðnemanum og sagði þá verður þetta ekki meira í dag, hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn kemur.
3.3.2009 | 17:16
Martröð-4
Sturla talaði í tíu mínútur en sagði ekkert nýtt. Orðið er laust ef einhver vill spyrja um eitthvað sem ég hef ekki sagt.
Þá er að rifja upp fyrir fundarmönnum hvernig þetta allt byrjaði.
Þá voru þeir Davíð og Halldór í forystu fyrir íhaldið og framsókn. Þeim til aðstoðar voru Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir. Þau suðu saman áætlun um að einkavinavæða ríkisbankanna Landsbankanns og Búnaðarbankanns. Til að gera þetta trúverðugt fengu þeir félagarnir prófessor úr súpergaggó á Melonum sem veit ekki hvort hann sé æviráðinn eða ekki til að skrifa halelúja greinar í Moggann um kosti þess að einkavinavæða bankanna. Í baunkunum sagði hann liggja bara peningarnir dauðir, en með einavinavæðingu verða til meiri peningar sem rísa upp sprelllifandi og gera okkur öll rík. Í fyrstu var sagt svona til að róa lýðinn að bankarna ætti að selja almenningi ekki bara einhverjum ríkum köllum. En það verður bara rugl úr því sagði sérfræðingurinn úr súpergaggó. Þá verður þetta bara lásí banki sem enginn ræður yfir. Auðvitað á að finna alvöru fjárfesta svokallaða kjölfestufjárfesta og þeir eiga að vera á réttu pólitísku róli. Ekki neinir helvítis kommar eða kratar, þeir eiga að vera innvígðir íhalds- eða frammarar. Við látum þá hafa sinn hvorn bankann. Íhaldið fær Landsbankann og frammararnir fá Búnaðarbankann. Það er nú ljóst að efnahagshrunið á Íslandi var ekki einungis vegna utanaðkomandi áhrifa heldur áttu bankarnir stærstan hlut í því. Íslandsbanki varð fórnarlamb ævintýramanna sem höfðu aðgang að nægu lánsfé. Og varð einn af þremur bönkum sem stóðu að ósköpunum. Það má segja að þrjú efstu lög stjórnenda bankanna þriggja séu ábyrgir hvernig komið er. Án aðgerða af hendi Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar var þetta mögulegt. Þeir sem stjórnuðu vitleysunni og voru í efsta lagi stjórnenda og mætti því kalla framkvæmdastjóra glæpsins í Landsbankanum: Kjartan Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor, Halldór Kristjansson og Sigurjón Árnason. Fyrir Búnaðarbankann sem nú heitir Kaupþing, voru í efsta lagi stjórnenda: Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson og Heiðar Már Sigurðsson. Í Íslandsbanka voru við stjórnina: Þorsteinn M Jónsson, Bjarni Ármannsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Lárus Welding.
Þar að auki komu nokkrir skúrkar við sögu og áttu sinn hlut í vitleysunni meðal þeirra eru : Hannes Smárason, Jón Ásgeir og Pálmi Haraldsson.
Stanslaust voru þjónustufulltrúar látnir ljúga ( óvitandi eða vitandi ) að viðskiptavinum bankanna og ráðleggja þeim hvernig þeir áttu að græða, þeim mun meira sem þeim tókst að selja af sjóðum og bréfum þeim mun meira fengu þeir í bónusa . Þetta gékk þannig fram á síðustu stundu fyrir hrunið, en þá voru stjórnendur bankanna og vildarvinir þeirra laungu búnir að flytja milljara af eigin fé í erlendri mynt í sjól í Karabíska hafinu, Lúxemborg , Kípur og fleiri stöðum.
Bankastjórar ganga um gólf, með seðlabúnt í hendi. Faðir þeirra sópar gólf, og flengir þá með hendi. Upp á stól stendur hann Dabbi, níu nóttum fyrir þrot, hann varaði við hruni.
3.3.2009 | 12:03
Martöð-3
Nú var Sturla frammari mættur og tekinn við fundarsjórn frammara á Kanarí. Hann færði okkur þær fréttir að Framsóknarflokkurinn hafi skipt um forystu og væri því í rauninni nýr flokkur og þessi nýja forusta hefði bara ekkert að gera með það ástand sem uppi væri í þjóðfélaginu um þessar mundir. Það er allt endurnýjað nema bara Sif sem varð eftir kannski fyrir misskilning.
Nú tökum við upp samvinnustefnuna, jafnaðarstefnuna og allt það besta sem okkur kemur til með að detta í hug til að gera ykkur lífið bærilegt. Að vísu höfum við engar lausnir á gjaldþroti Íslands nema bara að borga. En gjaldþrotið var ekki okkar nýja Framsóknarflokki að kenna það var gömlu forystunni að kenna auðvitað hvað annað. En þið hér á Kanarí þurfið ekki að hafa teljandi áhyggjur af því, vegna þess að þið verðið laungu dauð og krakkarnir ykkar bara borga þetta lítilræði og kannski þeirra krakkar líka. Þið ættuð bara ekkert að vera að fara til Íslands, það er hægt að drepast hér eins og þar. Þar með var orðið laust.
2.3.2009 | 15:40
Martröð-2
Guðjón Arnar hinn frjálslyndi hélt uppi framsóknarfundum á Kanarí eftir að Jón Magnússon fór til Íslands til að undirbúa flóttann frá Frjálslyndum. Guðjón hélt áfram að skamma íhaldið en hafði engar lausnir á efnahagsástandinu, nema þá að veiða fleiri þorska og stofna sjóði. Hvaðan eiga peningarnir að koma í þessa sjóði ? Bara sagði Guðjón, þar með var það útrætt mál og ellibelgirnir klöppuðu.
Ástæðan fyrir því að Frjálslyndir tóku að sér þessa pólitísku fundi var sú að Sturla frammari þurfti að skreppa til Íslands til að skipta um forystu í Framsókn.
2.3.2009 | 12:28
Martröð-1
Frjálslyndu félagarnir Jón Magnússon og Guðjón Arnar Kristjánsson voru í forsvari fyrir Framsókn á svokölluðum framsóknarfundum á Klörubar, á ensku ströndinni á Kanarí. Á þeim var að heyra að efnahagshrunið hafi verið Sáfstæðisflokknum að kenna svona að mestu leiti. Jón skammaði Sjálfstæðisflokkinn út í eitt, þeir eiga ekkert gott skilið , enginn sannur Íslendingur á að kjósa þessa kauða, besti og raunar eini kosturinn fyrir kjósendur í næstu kosningum er Frjálslyndiflokkurinn. En það má ekki bíða með að kjósa ekki eitt augnablik sögðu þeir félagarnir.
Nú er Jón genginn í Sjálfstæðisflokkinn sem hann taldi ekki á vetur setjandi um miðjan janúar. Um lausnir á vandanum höfðu þeir félagarnir engar. Hvað skyldi Jón hafa fram að færa í dag ? Ef til vill átti Jón erfitt með að hafa opinbera skoðun á ýmsum stofnunum sem að hruninu komu og var beinlínis kennt um hrunið til dæmis Fjármálaeftirlitið. Þá er bara best að ganga í til liðs við glæpahyskið og reyna að skara eld að sinni köku.
26.2.2009 | 20:44
Kastljós 24.feb.2009
Það var vegna mikils framboðs af ódýru fjármagni sagði Davið. Hvaðan kom þetta ódýra fjármagn og hvers vegna var það ódýrt ? Það var ekki spurt um það. En þetta ódýra fjármagn setti iðnað á Íslandi nánast á hausinn, útflutningsvörur seldar úr landi á hálfvirði, útgerðin tapaði og safnaði skuldum. Innfluttar vörur voru á mjög hagstæðu verði og fólk keypti allt mögulegt vegna þess hvað það var hagstætt. En það var bara ekkert hagstætt þegar búið verður að borga skuldirnar sem útrásarvíkingarnir undir stjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar stofnuðu til. Þjófurinn Hansi hældi þessu frjálsa kerfi sem stal auðæfum Íslands og skilur okkur eftir stórskuldug. Hvar skyldu auðæfin vera niðurkominn?
Þjófurinn lét hafa eftir sér í september 2007. Ég kemst að þeirri niðurstöðu að íslenska efnahagsundrið eigi sér alveg eðlilegar skýringar. Þessar skýringar eru fólgnar í því að það sem við gerðum að við virkjuðum fjármagn sem áður lá dautt. Í fyrsta lagi voru fiskistofnarnir verðlausir áður fyrr. Þeir voru óframseljanlegir, óveðhæfir og óseljanlegir............." Síðan hvenær varð fiskurinn verðlaus ? Kvótakerfið var eingöngu sett á fót fyrir útvalda, síðan hefur útgerðin safnað skuldum sem eru víst orðnar 500 milljarðar ef ekki meira. Þessar skuldir lenda hjá almenningi til greiðslu. Hver var þá ávinningurinn fyrir ríkið (almenning) ? Og þjófurinn hélt áfram Hugsið ykkur, bankakerfið bankakefrið hefur margfaldast á þessum fjórum til fimm árum. Og hugsið ykkur hvað væri nú gaman ef við bara héldum áfram og gæfum í Svo er það nú ekki gæfulegt þetta bankakerfi í dag sem hann hældi í september 2007 og var það ekki Davíð sjálfur sem hélt ekki varni og skálaði fyrir vitleysunni um þetta leyti ??
Hvað með öll heilbrigðisvottorðin sem Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið gáfu efnahag landsins og bönkunum ? Stóð ekki í skýrslu frá Seðlabankanum sem var birt í apríl 2008 eitthvað á þessa leið: fyrir ári var niðurstaða greiningar Seðlabanka Íslands sú að fjármálakerfið væri í meginatriðum traust. Sú niðurstaða er óbreytt. Ársreikninar íslenskra fjármálafyrirtækja fyrir árið 2007, sérstaklega þriggja stærstu bankanna, sýna enn sem fyrr að þeir eru þróttmiklir." Var Davíð ekki að segja okkur í Kastljósinu að hann hafi verið að vara við ?
Svo einnig þetta Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert Svo mörg voru þau orðin. Var ekki Davíð að vara við ??16.12.2008 | 07:45
Er einhver að skrökva
Ljúgir þú miklu, stendur þú lágt. í steininn ferðu. Ljúgir þú miklu, stendur þú hátt, í stjórnarráðið ferðu.
Smá breyting á gamalli vísu.
11.12.2008 | 14:25
Svona er nú þetta
Bjart nú ómar betl um heim,
blikar jólastjarnan,
stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarnan allra barna.
Var hún áður víkingum,
vegaljósið skæra.
Banki á jörðu borinn var,
banki landsins kæra.
Víða hafa víkingar,
vélað margar þjóðir.
Eftir standa allstaðar,
auraljósir sjóðir.
Birtu þeirra baðast í,
börn og afkomendur.
Sínu landi sökktu í,
sjálfshyggjunnar hendur.
Banka greifum gáfu þeir,
borga skal nú landinn.
Útrás verður aldrei meir,
útför krónu er vandinn.
Seðlabanka svart er grín,
sindrar skuldastjarna.
Skuldin mín og skuldin þín,
skuldin okkar barna.
Ég held að höfundurinn sé Guðmundur Páll Guðmundsson
Þetta var sungið í hófi listakvenna í Kaupmannahöfn ekki fyrir löngu.
Kveðjur til Íslands frá Danmörku1.12.2008 | 17:00
Nýir tímar
17.júní, 1.des þetta eru gamlar lummur. Tími til kominn að endurnýja frídagaflóruna. Tillaga mín er að kasta þessum ónýtu gömlu lummum og taka upp almennan frídag, þjóðarfrídaginn 3. október. Þennan dag 2008 hrundi allt sem hrunið gat á Íslandi. Á þessum degi ár hvert verður harðbannað að vinna sama hvað er, þingmenn og ráðherrar sitji heima, læknar og hjúkrunarfólk sitji heima, strætóbílstjórar sitji heima, sem sag allir sitji heima og minnist þessara merku tímamóta sem urðu hjá íslensku þjóðinni þennan dag 3.október 2008. Bannað verður að deyja, ekkert útvarp ekkert sjónvarp. Svo legg ég til að styttan á Austurvelli af honum Nonna Sig, verði flutt á Heytorgið í Kaupmannahöfn, og stytta af Hannesi Hólmsteini verði komið fyrir á stólpanum sem Nonni stendur á í dag.
24.11.2008 | 13:41
Núllstilling
En þetta er náttúrulega allt of flókið fyrir þá pólitísku moðhausa sem fara með stjórn landssins núna. Því er nauðsynlegt að senda þá í langt langt frí til Kanarí meðan verið er að græa þetta.