Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.11.2007 | 14:24
Nú eru tækifærin
20.10.2007 | 23:19
Nú eru erfiðir tímar
9.10.2007 | 15:04
Það voru dásamlegir tímar
20.9.2007 | 08:02
Á Spáni í 30 daga
Er búinn að vera á Spáni í 30 daga. Verð að kom því að að nú kostar eina evru að fara í strætó, á stór Benidorm svæðinu það er frá Finestrat til Albír og þeir eru loftkældir svo það er skrambi notalegt í 30 gráðu hita að taka strætó sem er með kælingu . Þótt leigubílar séu ódýrir fer fólkið samt í strætó, nema auðvitað þeir sem ferðast um í rafknúnum fjórhjólastólum. Það er einkum fólk sem komið er undir fimmtugt og talar útlensku, er gjarnan með 50 kg. eða meira af beikoni umfram þörf, framan á sér og alltum kring, og hámar franskar með öllum mat.
Svona er lífið, þær frösku eru víst ódýrari hér en á Bretalandi.
Spanjólarnir voru eina fimm daga að jafna sig á úrslitunum við íslenska sparkliðið. Þeir voru kokrosknir fyrir leikinn, spáðu 3-0 sigri og töldu landann heldur fyrir neðan miðju í riðlinum, sennilega alveg rétt. Því varð 1-1 súr biti að kingja fyrir þá.
Norski frammsóknarflokkurinn ( Framskrittspartiet ) er komið með deild í Alfas del Pi og Torrevieja 217 skráðir flokksmenn. Allstaðar eru þessir frammarar. Skyldu þeir Dóri og Jonni ekki eiga möguleika hér á Spáni fyrst þeir hrökkluðust frá á Íslandi? Íslandsdeid framsóknarflokksins flott er það ekki ?
Hér fær maður líterinn af afbragðs Sérry Brandy á 900 kall, fyrir mína parta ekki lakara en 7000 kall koníak úr ríkinu, en ég hef víst ekkert vit á koníaki, bara fæ mér með kaffinu svona öðru hvoru.
15.8.2007 | 10:47
STRÆTÓ BEEEESTUR ??
Þetta var sungið í eina tíð.
Allir með Strætó,
allir með Strætó.
Enginn með Steindóri,
því hann er svoddan voðalegur svindlari.
Flestir á eigin bíl í vinnu og búðir, af hverju ? Það kostar of mikið að fara í STRÆTÓ.
Það kostar eina evru ( 90 krónur) að fara í strætó í Brussel. Það kostar 0.8 evru ( 72 krónur ) að fara í strætó á Spáni.
Það kostar 280 kr. að fara í strætó í Reykjavík. !
Að meðaltali er akstur í vinnuna í Reykjavík og nágranna sveitafélugunum um 10 km.
Bensínlíterinn kostaði í ágúst. 2007, 123.40 hjá Atlandsolíu. Hóflega stór fjölskyldubíll eyðir 10 lítrum á hverja ekna 100 km. Það fer því einn líter af bensíni í að koma sér í vinnuna, og annan líter að koma sér heim. Þetta yrðu í krónum talið 246.80 Með strætó kostaði þessi rispa til og frá vinnu 560 krónur (á Spáni 1,6 evrur eða 144 krónur miðað við gengi evrunnar í ágúst. 2007 og í Brussel 2 evrur eða 180 krónur). Ef konan væri í vinnu og færi með elskulegum, þá kostaði ferðalagið fyrir þau bæði 1120 krónur í strætó, en 246.80 á einkabílnum.
Nú segja spekingarnir sem eru búnir að læra voða mikið hagfræði og viðskiptafræði í SúperGaggó á Melunum, og eru eldklárir í þríliðu og prósentureikningi, það er ekkert vit í þessu, þetta er bara bull. Það er ekki bara bensínkostnaðurinn sem gildir í þessu. Það kostar að eiga bíl, tryggingar, slit, afskriftir og viðgerðir. Þetta verður að reikna inn í dæmið það var okkur kennt í SúperGaggó. Því eiga allir að fara í strætó, og hana nú.
Við sem minna lærðum segjum afturá móti. Venjulegt fólk vill eiga bíl, hvað sem tautar og raular. Við viljum komast á Kárahnjúka, Hellisheiði eða hvert sem er til að mótmæla, ekki gengur strætó þangað. Við viljum líka komast á Þingvöll þegar almættinu þóknast að hafa sæmilegt veður, og ekki gengur stætó þangað.
Ef maður á bíl á annað borð, þá kosta trygginar og skattar það sama hvort heldur bíllinn er notaður eða ekki. Ef bíllinn er afturámóti látin standa óhreyfður, eru allar líkur til þess að viðgerðakostnaður verði mun hærri en ella. Bremsur festast, olían súrnar, liðir stirðna m.m. Annar kostur umfram strætó, við að fara á einkabílnum í vinnuna og til annara erinda er að maður fer þegar maður vill það sjálfur, óháður einhverju sem kallað er leiðakerfi sem sumir vilja kalla leiðindakerfi.
Þá segja Strætómenn. Við bjóðum uppá afsláttarkort allskonar, bæði miða sem auðvelt er að glata og viku og alls kyns mánaðarkort. Passaðu bara uppá að veikjast ekki á gildistíma þeirra, þú verður helst að fara tvær ferðir á dag eða meira til að það borgi sig að vera með svoleiðis kort. Þeir á Spáni og í Brussel bjóða líka uppá afsláttarkort.
Því eru þá strætóarnir tómir hér en fullir á Spáni og í Brussel ? Þar eiga menn líka bíla, en fara í vinnuna í strætó vegna þess að það kostar minna en einn lírti af bensíni.
Hér er hagfræðin að drepa strætó. Tími til að stokka upp í gjaldskránni.
Til dæmis mætti breyta gjaldi fyrir að fá að skrölta um í strætó, þannig að sem mestur jöfnuður næðist. Honum væri hægt að ná með því til dæmis, að láta gjald fyrir þá sem eiga bíl sem kostar meira en 10 milljónir, borga 1 krónu í strætó. Þeir sem eiga svo druslur sem kosta ekki nema milljón eða minna, þeir eru ekki ofgóðir til að borga 280 kall fyrir strætó rispuna. Þá væru útbúin kort með mynd af eiganda, fjölskyldu hans ásamt mynd af bílnum og hvað hann kostaði. Þeir sem nota sér síðan strætó þyrftu að hengja spjaldið um hálsinn á sér áður en þeir færu í strætó, eins og þeir í Hvía húsinu og evróvisjón gera.
Svo væru strætólöggur sem skoðuðu þessi spjöld, og ef einhver væri með rangt spjald t.d. með 10 millu spjald í staðin fyrir drusluspjald, yrði viðkomandi þegar í stað vikið úr vagninum og sagt eins og við alvöruglæpamenn eins og til dæmis olíuforstjóranna, sveiattan, þar með myndi viðkomandi skammast sín og aldrei gera þetta aftur.
Til að auðvelda þingmönnum ferðalög í strætó, því þeir og þeirra fjöldkyldur eiga að sjálfsögðu ekki að borga í strætó, væri hægt að breyta bílnúmera kerfinu lítillega. Til dæmis myndi Geirh fá númerið XD 001 og Gerða fá númerið XD 002. Dóri fengi svo númerið XB 001 og Grímur númerið XV 001 og Solla númerið XS 001 og svo framvegis.
Það mætti svo taka frá 63 númer í hverjum X-flokki fyrir hugsanlega þingmenn.
Leiðindakerfinu mætti svo breyta þannig að svokallaðar fljótandi stoppistöðvar væru notaðar. Þær eru þannig að þegar þú vilt fara úr strætó hringirðu bjöllunni og þá stoppar stætó og þú ferð úr. Á sama hátt ef þú ætlar að taka strætó þá bara réttirðu út hendina þegar strætó nálgast og þá bara stoppar hann við tærnar á þér og þú steppar inn. Þetta kerfi hefur verið í Tælandi og þar kvartar enginn. Alla vega hef ég ekki heyrt neinn kvarta enda skil ekki Tælensku
Nú þegar þetta kerfi færi að virka, sem ég er ekki í vafa um, þá færu allir í strætó, nema þeir sem ættu mestur druslurnar. Þeir afturámóti ættu hvorki fyrir bensíni né strætó og yrðu því annað hvort að ganga eða hjóla í vinnuna.
Ávinningurinn er augljós, minna slit á vegum, minni mengum og allt bla bla bla-ið sem frussast hefur út úr ráðamönnum um strætó undanfarin ár rætist.
Amen.
5.8.2007 | 12:10
Enn dásamlegir tímar
Það er dálítið skondið hvernig stórnmálamenn breytast þegar þeir eru komir á þing og maður nú tali ekki um ef þeim hefur tekist að klóra undir sig ráherrastóli.
Fyrir kosningar: Það á að gefa áfengissölu frjálsa, ríkið á ekki að vera að vasast í því hverjir selja hvað svo lengi sem varan sem seld er er ekki á bannlista.
Eftir kosningar: Það er ekkert vit í því að gefa áfengissölu frjálsa. Fíflin í landinu fara sér bara að voða. Drekka frá sér ráð og rænu og við þurfum svo að rétta þetta fólk af með ærnum kostnaði af fé skattborgaranna.
Fyrir kosningar: Álagning á áfengi er alltof há á Íslandi, ferðamenn veigra sér við að drekka vín með matnum fyrir það hve dýrt það er. Fólk í ferðamálum hefur marg bent á þetta og beinlínis krefst þess að áfengisverð verði fært til þess sem er í öðrum löndum Evrópu.
Eftir kosningar: Það er náttúrulega ekkert vit í því að lækka áfengisverð á Íslandi. Við erum ekki tilbúin til þess að drekka vín með matnum. Það er bara á færi þrautþjálfaðra útlendinga að gera svoleiðis. Og svo náttúrulega þeirra sem ekki þurfa að borga vínið með matnum, eins og til dæmis höfðinginn í Svarkakastala (sá sem nagar blýantana), ég og fleiri sem verðum að mæta í ókeypismat vegna starfa okkar þótt við vildum frekar vera heima að horfa á sjónvarpið.
Svona geta menn vitkast á einni lásí nóttu eftir að kosningavíman sem er litlu skárri en áfengisvíma er runnin af háttvirtum þingmönnum og ráðherrum.
Við kjósendur erum bara fífl eins og einn af ókeypis víndrykkjumönnum sagði hér um árið. Hann vissa þetta uppá hár því hann svaf hjá ráðherra um þær mundir.
28.7.2007 | 15:09
Þeir sátu sjö við borðið
Skáldsaga nútímabarna.
Persónur sögunnar eru skáldskapur einn, eins og sagan, eða hvað?
Þeir sátu sjö við borðið, það voru þeir Snúlli, Subbi, Kolli vinstra megin og svo Flippi, Tremmi og Deleríi hægra megin, svo sat sjálfur Alki við endann á borðinu. Fyrir framan þá voru kaffibollar, vínarbrauð og snúðar á diski milli þeirra. Þetta var nefnilega fundur í félaginu. Alki segir, það er alltaf verið að rukka okkur útaf einhverju tapi á samkomum sem haldnar hafa verið undanfarin ár í okkar nafni. Snúlli segir skamm skamm, Tremmi segir skamm skamm, hinir segja sammála. Alki dregur nú upp blað og les. Ég legg til að við seljum þennan óheillablett sem hefur gert okkur nánast gjaldþrota, svo er alltaf rigning þarna og ekkert gaman að eiga hann.Deleríi spyr, vill einhver kaupa svona bleðil þar sem aldrei styttir upp ? Það er nú það segir Alki, ég er búinn að kanna þetta lítillega og merkilegt nokk fékk ég tilboð í kjarrið frá systkynum sem finnst svo gaman í rigningu að þau eru ólm í að kaupa. Vaó maður segit Snúlli, svaka er Alki klár, sammála segja hinir. Mér datt svona í hug hvort ég fengi ykkur til að skrifa undir að ég mætti selja fyrir okkar hönd, við erum jú stjórnin. Hvað fáum við fyrir spyr Kolli ? Tja það er nú trúnaðarmál segir Alki, en það er vel fyrir skuldunum. Hvað ætla systkynin að gera við rigningarblettinn spyr Deleríi ? Veit ekki meir segir Alki, kannski byggja vatnshelda sumarskúra til að þurrka lopapeysurnar sínar í. Við samþykkjum segir Subbi, er það ekki strákar ? Sammála segja hinir. Alki sendir blaðið rangsælis kringum borðið til undirskriftar. Þegar blaðið kemur til hans aftur stendur hann upp og segir, fundi slitið. Endilega fáið ykkur meira kaffi og vínarbrauð elskurnar mínar og gleymið ekki snúðunum. Ég þarf aðeins að skreppa. Úti á götu er splunkunýr Reins í honum sitja tvær menneskjur. Alki kemur út og skimar í kringum sig. Fer svo inn í Reinsann. Hérna er ég með undirskrifaðan pappír segir Alki, stjórnin veitir mér umboð til að selja spilduna. Verðið sem við ræddum um stendur er það ekki ? Jú auðvitað við stöndum við orð okkar enda stál heiðarleg. Hann réttir umslag yfir bakið á framsætinu, Alki tekur við því og stingur í innanávasann á jakkanum. Vá maður segir daman í framsætinu, það er engu líkara en þú sért með skammbyssu í vasanum, það er svoddan bunga. Alki kveður ég verð að drífa mig inn, kaffið kólnar segir hann og er rokin með það sama. Maðurinn hallar sér út um gluggan á bílstjórahurðinni og segir, ég læt svo gera samninginn. Verðum í bandi bless.
Í blöðunum má lesa nokkrum dögum síðar. Félagið hefur selt rigningarblettinn til systkynanna sem ætla að láta skipuleggja sumarhúsabyggð í kjarrinu. Kaupverðið er trúnaðarmál.
25.7.2007 | 22:51
Jónína sem hætti að blogga
24.7.2007 | 16:02
Enn eru dásamlegir tímar
Nú er annar kapituli í Lúkasar-(Guð)spjalli kominn á þrykk. Lúkas sem sendur var í eyðimörk Hlíðarfjalls, til huleiðslu, er nú kominn til byggða aftur. Vandamálið er að þýða á okkar mál það sem Lúkas hefur að segja eftir hugleisluna í fjallinu.
Nú hafa borist fréttir frá Noregi af prinsessu sem kann að tala við hesta-engla og aðra engla. Hún er um það bil að stofna skóla (Astarte Education) til að kenna okkur hinum að tala við engla. Spurningin er hvort hægt væri að nýta þetta á einhvern hátt til að ræða við Lúkas um hugleiðingar hans í fjallinu ofanvið Akureyri.
21.7.2007 | 16:43
Það eru dásamlegir tímar núna.
Utanríkisráðherra sem er að vísu frú Ingibjörg, var boðið til hádegisverðar í Palestínu. Hún greiddi að vísu 28 millur fyrir bitann, og fyrir desertinn var greitt með óútfylltri ávísun stílaða á kvennamiðstöð palenstísku flóttamannabúðanna, gott hjá henni.
Fyrir norðan er verið að skrifa nýtt Lúkasar-(guð)spjall. Þetta eru spannandi dæmisögur um góða menn og vonda menn, og hvernig eymingja Lúkasi var ekki misþyrmt, en rekin frá Akureyri upp í fjall.
Við erum svo svaka heppin að heill her manna og kvenna hefur tekið að sér að bjarga Íslandi. Fullt af fyrirtækjum hafa fengið á sig borða með hvatningarorðum um að nota ekki eitthvað ál eða stál eða eitthvað. Orkuveitan fékk meira að segja borða fyrir að framleiða vopn. Það er víst heitt vatn á sprautubrúsum, stórhættulegt segja björgunarmenn Íslands og vilja hefja viðræður við OR um heitavatnssiðgæði m.m.
Svo er annar her að bjarga Kópavoginum frá einræði. Þeir hermenn hafa líka hengt upp borða til heiðurs Gunnsa sem finnst gott að búa í Kópavogi og veit ekki til þess að hermenn lýðræðisins hafi talað beint við sig. Það er ekkert að marka þá sem tala við mann á ská segir Gunnsi.
Bármann í Glit-group söng sitt síðasta og er farinn upp í Skorradal að grafa sér holu.