Færsluflokkur: Dægurmál
14.6.2007 | 13:10
Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (1 af 11)
Einu sinni var risi sem átti heima í Fjarskiptaskógi í Fjaskiptalandi. Risinn átti stór frjósöm lönd. Þar lét hann rækta símtöl, gagnasendingar, breiðbönd og aðrar síkar plöntur sem almúginn var sólginn í. Risinn hafði í kringum sig stóra hirð allskyns sérfræðinga, einnig var fjöldi verkamnna sem höfðu það verkefni að framleiða símtöl, gagnasendingar og breiðbönd fyrir íbúa Fjarskiptalands.
Yfir öllu landinu réð kóngurinn Davíð hann hafði líka stóra hirð í kringum sig.Meðal hirðmanna var Pfar, hann var svo voldugur að allir smáir og stórir sem ræktuðu símtöl, fjarskipti og slíkar plöntur urðu að gera eins og hann ákvað.
Dag einn um hádegisbil kom dvergurinn OG til Pfar og bað hann að skaffa sér smá blett til að rækta á, hann langaði líka eins og risinn að rækta símtöl og svoleiðis til að selja á markaðtorginu í Fjarskiptalandi. Pfar spurði Davíð. Davíð sagði ok og dvergurinn fékk smá skika til að rækta á.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 11:09
Hilton
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 10:57
Bakþankar
Um daginn, rölti ég niður Laugaveginn í þungum þaunkum. Á mórts við Landsbankann mætti ég manni sem ég kannaðist lítillega við. Ég nikkaði til hans og hann nikkaði á móti. Ég herti mig upp og ávarpaði hann með því að bjóða góðan daginn. Hann tók dræmlega í kveðjuna en bauð samt góðan dag á móti. Jæja sagði ég langt síðan við höfum hist. Já sagði hann. Hvað er títt spyr ég hvað ertu að starfa núna ? O, það er nú heldur lítið svaraði hann..Ertu ekki ennþá í bankanum spyr ég. Nei það var endurskipulagt og ég varð afgangs og látinn hætta. Nú en þú heppinn, látinn hætta með margar millur uppá vasan er það ekki ? Hann horfði á mig eins og ég væri ekki í lagi. Nei ég fór bara og fékk ekkert nesti með mér. Nú er ég í atvinnuleysissamfélaginu og er nú skráður í skuldaakademíuna, verð bráðum innritaður í gjaldþrotaakademíuna eða kannski látinn í greiðsluþrotasamfélagið. Nú var mér brugðið, hvernig gat þetta gengið með manninn. Hann er úr Háskólasamfélaginu stóð sig með prýði í íþróttaakademíunni og var meistari í mörg ár í 800 metra-hlaupaakademíunni. Var lengi virkur í launasamfélaginu og bjó í miðsamfélaginu. Þetta átti ég bágt með að skilja.
Svona er lífið þótt hann inni í banka nægði það ekki til lokasamnings uppá einhverjar millur. Hann hefði betur unnuð hjá Fláráðs Grúpp, þá væri hann sko ekki niðurlútur á rölti á Laugaveginum, þá væri hann sko í útlöndum að drekka kampavín og éta kavíar.
Ég kvaddi og hélt áfarm niður Laugaveginn. Fyrir framan Vísi stóð maður og horfði inn um gluggan á búðinni. Þegar ég nálgaðist sá ég að þarna var fyrverandi stærðfræði kenari úr gaggó. Ég gekk til hans og bauð honum góðan dag, hann leit á mig um stund, áður en hann tók undir kveðjuna. Jæja sagði ég til að segja eittvað. Jæja hvað sagði hann. Nú bara sagði ég er eitthvað títt ? Hvað ætti svo sem að vera títt, allt er að fara til fjandans, þeir hjá DV eru að drepa fólk og meiða um allt land, ég veit ekki hvar þetta endar. Jafnvel vinir mínir eru meiddir eftir þetta fólk. Ef ég væri ríkur mundi ég kaupa þenna andskotans Vísi og selja hann til niðurrifs. ég horfði á hann um stund og sagði svo ósköp sakleysislega, Þetta er nú verslunin Vísir, áttirðu ekki við dagblaðið Vísi. Hver er svo sem munurinn sagði hann og strunsaði niður Bankastrætið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)