23.10.2010 | 10:53
Kæra Jóhanna.
Nú er lag. Nú er sko lag til að laga allt sem laga þarf," yes" Nú er bara að aftengja þessa arfavitlausu stjórnarskrá, þá er hægt að reka þingmenn í golf til útlanda, svo meðan þeir eru þar en nú aldeilis hægt að taka til, maður lifandi. Fyrst er að skipta um gjaldmiðil. Taka má upp hvaða gjaldmiðil sem er til dæmis mætti taka upp gjaldmiðilinn skeljar. Skeljar er ágætis orð yfir nýjan gjaldmiðil, skejar voru jú notaðar af forfeðrum og mæðrum okkar samanber leggur og skel. leggs and shells" Þá þarf auljóslega að fara fram peningaskipti . Til að gæta fyllsta sanngirnis og hvika ekki frá réttlætinu væri rétt að hafa skiptin með þessum hætti:
- 1. Þeir sem eiga 1 milljarð eða meira fá skelina á 10 aura.
- 2. Þeir sem eiga 100 milljónir til 1 milljarð fá skelina á 50 aura.
- 3. Þeir sem eiga 10 til 100 milljónir fá skelina á 75 aura.
- 4. Þeir sem eiga 1 til 10 milljónir fá skelina á 1 krónu.
- 5. Þeir sem eiga 1 krónu til 1 milljón fá skelina á 300 krónur
Þeir sem hafa 4 millónir í tekjur á mánuði og eru á atvinnuleysisbótum fá eins mikið af skeljum og þeir geta borið út úr skiptastöðinni.
Þeir sem eru atvinnulausir og á bótum fá ekki að koma svo mikið sem inn á lóð skiptistöðvarinnar. Þeir geta reynt að skipta sínum vesælu krónum á svartamarkaði Péturs Bl. Þegar hann kemur úr golfinu. easy me dear" ekki satt ?
Nú á þessum tímapunkti er engin verðbólga, ekki satt ? Nú þá er bara að ákvða að vetirnir séu í samræmi við eign fólksins í skeljum. of course Dæmi: þeir sem eiga 1 milljarð eða meira fá 300 % vexti, þeir sem eiga 1 krónu til eina milljón borgi ríkinu 50 % af eign sinni í vexti. reasonabble fair" ekki satt ? Elsku dúllan mín svona er þetta nú einfalt. Bara setja í gang og drífa í þessu. Vitleysingarnir á þinginu verða bara hálfan mánuð í golfi, svo tekur ekki nema þrjá daga að láta renna af þeim, svo þú séð að nægur tími er til að framkvæma þetta. Þegar þeir svo koma til baka skilja þeir ekkert í þessum skejlum, það gerir ekkert til þeir hafa aldrei skilið neitt hvort sem er. yes Jóka mín, you are the best". Ég skrifa þér aftur þegar ég fæ næstu virtun Jóka mín. Bless bless," I love you"
Þín Magnea.