7.3.2010 | 17:42
Kæra Ragna
Ég veit að það er voða mikið að gera hjá þér við að láta bjóða ofan af fólki íbúðirnar sem það getur ekki borgað af. Því var andskotans nær að kaupa þessa kofa, hefðu betur látið skrifa þá á einhverja aðra.
Ég var að blaða í gömlum blöðum en fann hvergi fréttina frá í ágúst 2008, þú veist þessa með Lýð Guðmundsson, sem á að hafa sagt að Exista væri að fullu fjármagnað út árið 2009, ábyggilega tóm lygi þessi frétt hefur örugglega hvergi verið byrt allavega ekki í Moggann.
En ég rakst á aðra frétt sem segir að í september 2006 hafi hattsettir starfsmenn og stjórnendur fengið erlend lán hjá Kaupþingi til að kaupa hlutafé í Existu.
Einhver Erlendur fékk 611 milljónir til að kaupa fyrir.
25.september 2008 færði hann auðvitað húsið sitt á nafn eiginkonunnar, þessu hyski sem er núna nöldrandi út í uppboð á sínum eignum var nær, þetta fólk gat sko alveg flutt sín hús á annara nöfn, ég segi það bara.
Sama gerði sonur ríkissaksóknarans, strangheiðalegur piltur. Sem fékk ekki nema 86 milljónir.
Hann flutti allar eignir sínar í Exista til Tortúlu, rétt fyrir hrun og húsið á eiginkonuna ásamt nokkrum félögum, sem ég man nú ekki nöfnin á, allavega ekki öllum. En það voru víst meðal annars félögin Svalt ehf og Sigurlind ehf. Allt þetta las ég ekki í Mogganum.
En hvað um það Ragna mín mér finnst alveg rétt af þér að slá hvergi af þegar venjulegt launafólk á í hlut sem hefur bara ekkert vit á peningum og meira en það, hefur komið okkur á kaldan skuldaklakann með kaupum á hrærivélum, blóðþrýstingsmælum og flatskjám, það á ekki betur skilið en að þú látir bjóða ofan af þeim kofana.
Þín einlæga
Magnea
7.3.2010 | 15:58
Kæri Egill
Mikið hitnaði mér um hjartaræturnar þegar ég horfði á þáttinn þinn Silfur Egils í dag.
Hvernig Bjarni gæsalappa-vafningur og Sigmundur glópaláni bókstaflega rúlluðu upp Grími og Jóku. Þeir bókstaflega völtuðu yfir stjórnina og kindin hún Birgitta jarmaði með, hún jarmar svo fallega .
Þetta var tær snilld hjá þeim. Við vitum það öll að ástandið sem er í fjármálum þjóðarinnae er þessu pakki að kenna sem veit ekkert í sinn haus. Halda menn að flokkur gæsalappa hafi eitthvað með það að gera hvernig komið er ? Nei ekki aldeilis. Halda menn að flokkur glópaláns hafi eitthvað með þetta að gera ? nei og aftur nei. Hvorki flokkur Bjarna gæsalappa-vafnings né flokkur Sigmundar glópaláns hafa nokkuð til þessa ástands unnið öðru nær. Auðvitað er þetta allt Steingrími um að kenna.
Þeir sem halda að Steingrímur og Jóhanna séu að gera eitthvað ráfa um í blyndni og reyk. Þau hafa ekkert gert og geta ekkert gert segi ég bara og hef það eftir lambinu Birgittu.
Þeir sem kveiktu þetta efnahagsbál og skammast mest út í duglausa ríkisstjórn standa nú í kringum bálið og míga steinolíu og bensíni á það, og eru langt komnir með að skrúfa fyrir vartnið.
Þjóðaratkvæði eða ekki þjóðaratkvæði hafa bara ekkert að segja ekki slekkur þjóðaratkvæðagreiðsla þetta bál meðan migið er á það steinolíu og bensíni.
Nei Egill minn það er bara ekki þannig.
Þín
Magnea.