Kæri Georg.

 

Mikið er ég stolt af þér. Bara búinn að fá Hönnu Birnu í liðið með þér, ekkert smá afrek, I mean it. Bjarnfreður hlýtur að vera í skýjunum yfir velgengninni hjá þér. Flottur Georg í Höfða þegar þú afhnetir konunni einhver verðlaun eða heiðurseitthvað.  Það þurfti svo sem að gera athugasemd þetta pakk sem er ekki með á nýjustu tískunni. Hvað hedur þú að þetta hyski hafi verið að nöldra nema hvað ? Það fann það út að þú hafir ekki verið með bindi þarna í Höfðanum og segir meira að segja að það hafi eldrei séð þig með bindi, svo fussar það og sveiar. You dont care. I dont care. Þetta pakk getur sko verið með eins mörg bindi eins og það vill. Því kemur sko ekkert við hvort þú sért með bindi eða ekki, og hana nú. I mean it.

Flott af þér að gefa í sund fram á haust flottur Georg ég segi ekki annað. Nú er enginn afsökun fyrir börn, unglinga og gamalmenni að fara í sund og hafa það næs í pottunum innanum allar sætu skvísurnar, maður lifandi.

Hvaða Jón Gnarr eru menn alltaf að tala um ? Það ert þú Georg Bjarnfreðarson sem ert Borgarsjóri, en ekki einhver Jón Gnarri, er  það ekki alveg ljóst ? Þetta eru nú meiri grínararnir sem eru að uppnefna þig Georg minn. Jón Gnarri ég á bara ekki orð, no man. I mean it.

Getur þú Goggi minn ekki látið hann Gísla litla Martein hafa eitthvað að dunda sér við ? Hann er jú búinn að mennta sig í stórborgar hjólastígum í Edinborg, þar sem fólki dettur ekki til hugar að hjóla eitt eða neitt. Hann er svo kjút að hann Gísli minn Marteinn. Það er ekki hægt að segja sama um Júlla Vífil, láttu hann bara gera eitthvað sem ekki skiptir neinu máli, því verður klúðrað hvort sem er. Hann gæti til dæmis verið að snudda kringum tónlistahúsið, hann er víst hámenntaður söngvari þó ekki búinn að syngja sitt síðasta.

Elsku Georg láttu ekki trufla þig þótt fólk sé að uppnefna þig, haltu fast við stefnuleysið og grínið. Ég skrifa aftur við tækifæri

Þín eilæga.

 Magnea


Hvaða rugl er þetta.

Sick Gasp  

Hvaða rugl er þetta með gengistryggðu lánin ? Afskiftir hvað segi ég bara, það eru engin verðmæti afskrifuð þótt snúið sé ofanaf gengistryggingar vitleysunni. Raunveruleg verðmæti hafa ekki horfið, heldur pappírsverðmæti sem eru raunar engin verðmæti, eins og Dabbi Staksteinason sagði einu sinni, og ekki lýgur Dabbi frekar en mogginn.

Þið þarna bankamenn ættuð að sjá sóma ykkar og segja sem minnst, það sem fer í taugarnar á ykkur en náttúrulega það að þið getið ekki státað ykkur og greitt ykkur bónusa og árangurgreiðslur af þessu gefi fé sem varð til við gengisfall krónunnar. Nú blasir það við að margir sem eru í erfiðleikum sjá fram á að geta lifað eðlilegu lífi í friði fyrir ykkur.

Hvað verður nú gert fyrir þá sem eru búnir að missa eignir sýnar vegna lögbrota lánastofnana ?

Hver stóð fyrir þessum lögbrotum ? Verða þeir dæmdir fyrir þau ? Mér skilst að lögbrot séu saknæm, og þeir sem þau fremja verði að refsa með einhverju móti. Einhver fjárspekingur hlítur að hafa fundið þetta upp með gengistrygginguna. Ætli það þurfi að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að finna sökudólgana, eða er bara nóg að spyrja einhvern fyrrverandi bankastjórann ?

Ef snúið verður ofan af þessu ætti Sigmundur glópalán að kætast, þá getur hann hætt að væla um 20 % afskriftir eða hvað það nú var sem hann tuldraði um, svo maður tali nú ekki um Bjarna gæsalappa, N1 hugsanlega bara í góðum málum, svo gott sem skuldlaust, maður lifandi.

 


Bloggfærslur 18. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband