Kæru bankastjórar.

 

Mikið var þetta klókt hjá ykkur að mæta ekki í spurningakeppnina í morgun. Hvað eiga svo sem þessir kújónar með að trufla ykkur í morgunkaffinu mér er spurn. „no way" segi ég bara.

Vissi bankasýslugellan ekki að hennar maður sagði húrra þegar spurt var hvort Arionstjórinn ætti að fá smá í viðbót ? Mér er sagt það, og ekki lýgur Mogginn.

Hvað átti svo þetta að vera?  Hvaða spurningakeppni var þetta ? Átti þetta að vera 10 bjölluspurningar og 5 vísbendingaspurningar ? Eða bara frúin í Hamborg ? „don´t care". Arfa vitlaust hvað svo sem þetta átti að vera. Hverjir áttu svo að dæma svörin ? „I simply ask"  Kannski  Árni prestsins, eða þessi með múturnar, æi... hvað heitir hann nú aftur ? Árni fór eða var það Guðlaugur eitthvað ? Sá er nú aldeilis vanur að dæma í svona spurningaleikjun „Yes man".

Haldið bara áfram að vera í kaffi  elskurnar mínar þið eigið það fyllilega skilið.

Var hádegissteikin ekki góð ? Var rauðvínið ekki örugglega Franskt ? 

Þið þarna blaðasnápar sem skiljið eftir ykkur sviðin fréttablöð hvar sem þið farið, hættið að hrekkja strangheiðarlega bankastjóra, nóg er á þá lagt af launum, ég sé ekki betur en þeir séu að kikna undan þeim. „No more bug „ segi ég bara.

Ykkar ævinlega eilæga.

Magnea

LoLCrying

 


Bloggfærslur 8. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband