29.6.2011 | 08:59
Kæri Davíð
Mikið er ég sammála þér, auðvitað eins og þú bendir á er þetta blaður í Jóhönnu ekkert annað en ómerikegt yfirklór. Henni væri nær að hlusta á þig og Styrmi, frekar en Össa.
Auðvitað er alveg sama hvað Steigrímur puðar og puðar hann er í kviksyndi sem hann æddi sjálfur út í, enginn bað hann um það. Auðvitað er ástandið honum að kenna og engum öðrum fokk him. Engum skyldi detta í hug að ástandið í þjóðfélaginu sé neinum öðrum að kenna. Alla vega ekki í dag.
Það er alveg óþarfi Davíð minn að mynnast á frjálshyggjuna ykkar Hannesar þjófs í þessu. Það var ekki ykkur að kenna þótt bankarnir væru gefnir vildarvinum þínum og Halldórs Ásgrímssonar. Ekki áttuð þið neinn þátt í því. Eg er sannfærð um að það var Steingrímur sem gaf bankana, Símann og tryggingarfélögin vinum ykkar Halldórs. Svo heldur hann að þetta sé ekki sér að kenna hvernig ástandið er, svei bara Steingrímur skammastu þín shame on you.
Davíð minn haltu áfram á þessari braut þá losnum við við Grímsa og Jóku í næstu kosningum. Eina vitið fyrir þessa voluðu þjóð væri að kjósa þig og þitt fólk. Þá verður hægt að bæta fyrir bullið í þeim hjúum. Bið að heilsa Staksteinum.
Kveðja Magnea