24.4.2012 | 20:36
Kæri Geir.
Skelfing er ég lukkuleg með þennan landsdóm. Þú vannst
eins og ég sagði alltaf. Þessir kommúnistar og ofstækisfólk úr hreyfingunni sem
voru að bögga þig ættu bara að skammast sín. Yes" Eins og við vitum bæði var þetta bara klámhögg
ætlað til þess að koma óorði á blessaðan blásaklausa flokkinn okkar. fock them
all."
Ég skal bara segja þér Geir minn að ég veltist um af
hlátri yfir þessum skrípadómi, ég hef ekki hlegið svona mikið í langan langan
tíma svei mér þá.
Auðvitað er ekkert athugavert við að gera eins og allir
hinir, þessi stjórnarskrá er hvort sem er tómt bull og eingin þörf á að taka
hana of hátíðlega, ó nei.
Geir minn ég og mitt fólk stendur með þér í baráttunni
við illu öflin sem vilja skemma mannorðið þitt og þíns flokks. bad people."
Ég á bara ekki til eitt einasta orð yfir þessari frekju í
fólkinu. Að reiða hátt til höggs og brenna svo af, svei barasta.
Það segir sig sjálft að það var tilgangslaust að rausa eitthvað um fall
bankanna við einhverja ráðherra sem höfðu hvort sem er ekki vit á neinu. no
way" ég segi bara ekki annað.
Ég er að spá í að stofna sjóð til að safna peningum fyrir
þig út af þessum málskostnaði sem lögfræðingarnir eru að rukka. Hvernig væri
svona minningarsjóður,? gæti heitið til dæmis HAAARDe sjóðurinn. Þá geta allar
Ragnheiðurnar sent svona minningarkort til þín og látið eitthvað smotterí af
hendi í sjóðinn um leið. Meira um það seinna elsku Geir minn.
Hlakka til að koma í sigursamkvæmið til þín.
Þín Magnea.