Hagfræðingar

Hagfræðingar

 

Hér sitja tveir hagfræðingar og ræða fjárhagsstöðu þjóðarinnar. Sá til vinstri hefur stýrt fyrirtæki sínu í 60 ár. Ævinlega notað tekjuafgang til að bæta búnað og styrkja fyrirtækið. Ekki látið glepjast af gylliboðum  fjármála sérfræðinga. Aldrei  greitt sér arð nema afkoma fyrirtækisins leyfði það.

Komið á laggirnar fimm útibúum sem öll blómstra þrátt fyrir misjaml gengi þjóðarbúsins.

 

Sá sem situr til hægri er með átta ára háskólanám í hagfræði í einum af 1000 bestu háskólum veraldarinnar og þótt  víðar væri leitað. Til viðbótar er hann með doktorspróf frá virktum háskóla í Bandaríkjunum.

Allt sem hann hefur komið nálægt hefur farið lóðbeint á hausinn, hvort heldur fyrirtæki sem honum voru færð á silfurfati af Dabba og  Dóra, eða stöndugir bankar sem hann fékk  fyrir lítið, og þurfti aldrei að borga.

Myndin er tekin á Kanaríeyjum  þar sem hagfræðingarnir dvöldu nokkrar vikur. Sá til vinstri fyrir arð af fyrirtæki sínu.

Sá til hægri fyrir skattfé í boði Seðlabankans.

 

 

 


Bloggfærslur 26. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband