16.5.2013 | 08:39
Kæri Sigmundur glópalán
Það er ekki ein lygabáran stök. Það hlaut að liggja að,
þessi skötuhjú Grímur og Jóka, fölsuðu ríkisbókhaldið rétt fyrir kosningar.
Hvernig áttir þú að vita það? En þú lætur nú samt eftir Bjarna gæsalappa að
létta sköttunum af hátekjufólkinu.
Sigmundur minn haltu fast við þitt og losaðu vini þína
undan veiðileyfisokrinu, ég er viss um að Bjarni gæsalappi verður himinlifandi. Það nær bara ekki
nokkurri átt þetta kjaftæði um að þú ætlir að svíkja vitleysinganna sem kusu
þig. Auðvitað færir þú niður skuldir vina og vandamanna þó það nú væri, ég segi
það bara. Þessi ómerkilegi Seðlabanki er að ljúga því að okkur að staðan sé með
ólíkindum sæmileg miðað við hrunið sem þið frammarar og íhaldsenglarnir skipulögðuð.
Nei Simmi minn við látum þessi illfygli ekki komast upp með svona kjaftæði.
Farðu í máð við þetta hyski bara eins og skot.
Simmi minn elsku drengurinn verðum í sambandi.
Bestu kveðjur, Magnea