13.6.2013 | 09:08
Kæri Staksteinn.
Það er sko alveg rétt hjá þér Dabbi minn, þetta með útvarpsráðið, hvað hafa svo sem einhverjir gaurar út í bæ vit á fréttavali í útvarpi og sjónvarpi? Nei og aftur nei, auðvitað á meirihluti á alþingi að ráða hvað er sagt í útvarpinu en þó enn frekar hvað ekki er sagt, það sjá nú bara allir. Þessir gaurar sem þykjast vera að vinna þarna í Efstaleytinu eiga bara ekkert með að rífa kjaft út af þessu útvarpsráði. Það sjá bara allir að þeir sem eru á Austurvellinum eru næst því sem er að gerast í landinu og geta því einir ákveðið hvað er hollt fyrir svokallaðan almenning að heyra og sjá, og hvað ekki. Ég treysti sko Illhuga menntráðherra fullkomlega til að velja sína og Bjarna gæsalappa-menn í þetta ráð til að koma í veg fyrir að þessir þarna í útvarpinu og sjónvarpinu sendi einhverja vitleysu út á öldur ljósvakans. Já Dabbi minn ég segi bara það. Ég ætla bara ekki að kveikja á þessum kössum fyrr en ég er viss um að þínir menn séu sestir undir stýrið, þangað til ætla ég bara að hlusta á Útvarp Sögu, þar er engu logið.
Elsu Staksteinn minn, ekkert stress, bless.
Þín Magnea.