17.11.2019 | 21:46
kæri Stjáni
Samherja sker 17. nóvember 2019.
Kæri Stjáni sjóráðherra.
Það skeði núna í dag að ég ætlaði að borga fyrir matinn á veitingahúsi á Ensku ströndinni á Kanarí. Ég dró upp 200 evru seðil og rétti þjóninum. Þjónninn tók við seðlinum rétti hann upp í ljósið hristi hann og lét svo skrjáfa í honum, bar hann aftur upp í ljósið. Svo horfði hann á mið hvössum augum og spurði hvaðan ertu ? hann hélt á seðlinum milli tveggja fingra eins og seðillinn væri óhrein tuska.
Ég sagðist vera frá Íslandi. Þá glotti þessi ágætis þjónn og lyfti seðlinum enn upp í ljósið, svo segir hann er hann prentaður í Namibíu ?, eða á Kýpur
Elsku sjóráðerra þetta segir mér að litlasta land í heimi er þekkt fyrir peninga. Þjónninn bætti svo við hvort það væri öruggt að þessi seðill hafi ekki örugglega verið þveginn.
Þetta saegir þín elskaða Magnea.