Kæra Ragna

 

Ég veit að það er voða mikið að gera hjá þér við að láta bjóða ofan af fólki íbúðirnar sem það getur ekki borgað af. Því var andskotans nær að kaupa þessa kofa, hefðu betur látið skrifa þá á einhverja aðra.

Ég var að blaða í gömlum blöðum en fann hvergi fréttina frá í ágúst 2008, þú veist þessa með Lýð Guðmundsson, sem á að hafa sagt að Exista væri að fullu fjármagnað út árið 2009, ábyggilega tóm lygi þessi frétt hefur örugglega hvergi verið byrt  allavega ekki í Moggann.

En ég rakst á aðra frétt sem segir að í september 2006 hafi hattsettir starfsmenn og stjórnendur fengið erlend lán hjá Kaupþingi til að kaupa hlutafé í Existu.

Einhver Erlendur fékk 611 milljónir til að kaupa fyrir.

 25.september 2008 færði hann auðvitað húsið sitt á nafn eiginkonunnar, þessu hyski sem er núna nöldrandi út í uppboð á sínum eignum var nær, þetta fólk gat sko alveg flutt sín hús á annara nöfn, ég segi það bara.

Sama gerði sonur ríkissaksóknarans, strangheiðalegur piltur. Sem fékk ekki nema 86 milljónir.

Hann flutti allar eignir sínar í Exista til Tortúlu, rétt fyrir hrun og húsið á eiginkonuna ásamt nokkrum félögum, sem ég man nú ekki nöfnin á, allavega ekki öllum. En það voru víst meðal annars félögin Svalt ehf og Sigurlind ehf. Allt þetta las ég ekki í Mogganum.

En hvað um það Ragna mín mér finnst alveg rétt af þér að slá hvergi af þegar venjulegt launafólk á í hlut sem hefur bara ekkert vit á peningum og meira en það, hefur komið okkur á kaldan skuldaklakann með kaupum á hrærivélum, blóðþrýstingsmælum og flatskjám, það á ekki betur skilið en að þú látir bjóða ofan af þeim kofana.

Þín einlæga

Magnea

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband