Kæri Bjarni Ármann

 

Það er langt síðan ég hef heyrt frá þér. En hafðu ekki áhyggjur af því, ég veit að það er mikið að gera hjá þér elsku drengurinn minn.  Öll þessi fyrirtæki og allur þessi gróði hlýtur að taka á og fara í skapið á þér og þínum.

Það tekur á taugarnar að fá 800 milljóna skuld afskrifaða, maður græðir ekki mikið á því. Ekki fór gæfulega þetta Glitir Property Holding, nei og aftur nei.  Hvað þá Imagine Investments, var það ekki annars félagið sem fékk þessar 800 millur lánaðar sem voru afskrifaðar nú um daginn ?

Elsku Bjarni minn vonandi er í lagi með SecurStore. Ég bara skil ekki í þessu pakki sem heimtar að allt sé boðið út, bara segi það. Hvað með það þótt þú fáir nokkrar millur fyrir frábært starf SecureStore á Skaganum? Hver hefði svo sem átt að kenna fólkinu að endursetja tölvurnar ? ég bara spyr?

Nei Bjarni minn þú skalt ekki hlusta á þetta pakk og halda bara þínu striki. Þegar ég heyrði skýringuna frá þér varðandi þetta lán sem þú lést afskifa, þá bara vöknaði mér um augun af hrifningu. Ég verð að koma þessu í bréfið til þín Bjarna minn, þvílík snilld. 

„Því miður þetta gékk bara illa „ Svona eiga menn að skýra hlutina, no more no less.

Þín einlæga

Magnea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband