9.3.2010 | 20:37
Fjórflokkar eða hvað
Margir sem ég hef hitt töldu að með því að kjósa Borgarahreyfinguna væru þeir að hafna því sem Þór Saari kallaði fjórflokkinn.
Nú virðist sem þeir hafi látið glepjast, ekki er tekið mark á rithöfundinum frekar en hundinum sáluga hans Davíðs. Þríeykið sem nú kalla sig Hreyfinguna er máttlaus saumaklúbbur sem ekki leggur annað til málanna en froðu, sem enginn tekur mark á. Forystumaður þessa þríeykis með annan fótinn í nýju-framsókn og heldur vart vatni af hryfningu yfir Sigmundi glópaláni og telur framsókn allra meina bót. Þetta er uppskera pottabyltingarinnar sem átti að vera upphaf nýs tíma í stjórnmálum landssins.
Það eru því ekki miklar líkur til þess að fjórflokkaveldið sé liðið undir lok, því miður. Þór þessi Saari ætti að passa sig á því að míga ekki upp í vindinn að hætti verkfræðinga.
Þið þarna sem létuð plata ykkur getið svo kosið Þór með því að krossa við B í næstu kostningum.
Rithöfundurinn sem enginn tekur mark á hafði þó ef til vill rétt fyrir sér þegar hann taldi 5 % þjóðarinnar vera fávita. Olíuforstjórinn sagði líka að fólk væri fífl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.