21.3.2010 | 15:19
Að okkur var logið
Að okkur var logið, við vorum löðrunguð og við vorum svívirt.
Búsáhaldabyltingin skilaði fjórum á Alþing,
Síðan höfum við búið við einelti stjórnvalda í nafni réttlætis.
Erum við ánægð með störf þeirra fjögurra sem búsáhaldabyltingin skilaði á þing ?
Nei segi ég þeir byrjuðu á innbirðis ágreiningi og urðu fljótt eins og hinir stjórnmálamennirnir á þinginu. Frá þeim hefur ekkert komið sem nothæft er.
Í hverri viku frá falli höfum við fengið fréttir af allskyns sukki og óheiðarleika fyrrverandi stjórnenda útrásarfyrirtækja og banka.
Hvað hefur svo verið gert í okkar málum ?
Núverandi stjórn er með draug Ingibjargar Sólrúnar í lestinni. Því reynist henni erfiðara en ella að gera það sem gera þarf.
Það er meðal annars merkilegt að nú fyrst einu og hálfu ári eftir að stjórnin fékk umboð kjósenda til að stjórna, er farið að huga að því að breyta lögum svo kyrrsetja megi eignir óreyðu- og glæpamanna og fyrirtækja meðan rannsókn á þeim fer fram.
Okkur er sagt að þessir aðilar hafi þegar komið undan tugum ef ekki hundruðum milljarða sem ólíklegt er að finnist nokkurn tíma.
Þessir milljarðar eru frá okkur komnir hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Hvers vegna er ekki brugðist við fyrr ?
Er þar að verki draugur Ingibjargar ?
Arkitektarnir af þessu hruni, þeir Davíð og Hálldór eru nú komnir í skjól.
Einnig framkvæmdastjórarnir Geir Haarde, Árni Mathisen, Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og svo Ingibjörg Sólrún hækja Geirs síðustu átján mánuðina fyrir hrun.
Hverjir reyna svo að slökkva efnahagseldana sem þetta fólk kveikti ?
Eldana sem hafa brennt okkur og loga enn og eiga eftir að brenna börnin okkar.
Jú það eru víst Jóhönnu armur Samfylkingarinnar og Steingríms armur Vinstri grænna.
Hverjir eru svo dansandi kringum efnahags bálið ?
Jú það eru arftakar arkitektana í þriðja lið.
þeir Bjarni gæsalappa-vafningur og Signumdur glópalán.
Hvað eru þessir svokölluðu stjórnarandstæðingar að gera með gæsalappa og glópalána í fararbroddi ?
Þeir dansa kringum bálið og skamma þá sem eru að reyna að slökkva eldinn og míga á bálið bensíni og steinolíu.
Hvað gerum við ?
Ekkert, nema mæta á Austurvöll einu sinni í viku og nöldra smávegis.
Hvar er gegnsæið ?
Frestun skýrslunar er það eina sem er gegnsætt.
Hvar er heiðarleikinn ?
Þegar Birna kúlulánadrottning var gerð að bankasjóra Íslandsbanka til skamms
tíma var sagt að bankastjórastaðan yrði auglýst síðar.
Friðrik stjórnarformaður Íslandsbanka sagði í vikunni að það hefði ekki verið glóra í því að auglýsa, Birna væri frábær bankastjóri. Hún hefði hvort sem er verið ráðin, hver svo sem hefði sótt um á móti henni.
Á sama tíma og milljarðatugir ef ekki hundruð eru afskrifaðir hjá útvöldum, þá er gengið að okkur.
Á hverjum degi erum við löðrunguð með nýjum upplýsingum um hvernig óreyðu-glæpamennirnir hafa komið fram og komið undan verðmætum, sem frá okkur eru komin.
Stjórnmálamenn tala og tala, þeir tala um niðurfellingu skulda svona og hinsegin, niðurfellingu vaxta svona eða hinsegin, aðstoð við þá sem mest þurfa á aðstoð að halda. Þeir tala um að það verði að horfa heilstætt á vandann blablabla. Það megi ekki flana að neinu blabla, Það verði að líta alverlegum augum á... blablabla, Það verður að finna lausnir blablabla, það megi ekki gera of mikið úr vandanum blablabla.
Þjóðfélagið er orðið það skakkt að þessar aðgerðir sem stjórnin er að reyna koma á koma ekki til með að rétta það af.
Það þarf rótækari aðgerðir,
Það þarf að koma verðmætum, svo sem húsnæði, vélum, verkfærum og launum til einhvers verðs sem er í líkingu við raunverulegt verð þeirra í Evrópu, sama ildir um laun. það má hugsa sér meðaltal verðmæta í Frakklandi Þýskalandi og Austurríki, sem viðmiðun.
Það þarf að núllstilla þjóðfélagið, stokka uppá nýtt og gefa aftur.
Hvaða glóra er í því að fermetraverð íbúða sé hærra en í viðmiðunarlöndunum ?
Hvaða glóra er í því að laun pípara séu önnur hér en í viðmiðunarlöndunum ?
Vegna hvers ættu laun bankastarfsmanna að vera önnur hér en i viðmiðunarlöndunum ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er hæstánægður með Birgittu. Hún má þó varla við margnum. Þú ert þó ekki að kenna borgarahreyfingunni um ósköpin? Mundu að taka með í reikninginn alger kosningasvik VG í öllum málefnum þeirra plús það að byltingunni tókst ekki að losna við annan stjórnarflokkinn, sem tók forystuna. Byltingin hnikaði þessu í rétta átt. Við þurfum bara aðra til að fullna verkið og jafnvel enn aðra ef þörf krefur. Ég kaus Birgittu, enda gamall nemandi minn. Ég hefði ekki getað lifað við það að kjósa neitt af hinu. Þá myndi samviskan ræna mig svefni hverja nótt.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2010 kl. 15:42
Ég nefndi ekki einn né neinn. Borgarahreyfingin klofnaði, og mér finnst hún ferill hennar sé eins og hinna flokkanna
Ragnar L Benediktsson, 21.3.2010 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.