4.4.2010 | 16:24
Kæri Tryggvi Þór
Þá eru páskarnir langt gengnir, og ég fletti. ekki gömlum moggum. Í þeim sá ég ekki þetta.
Einkver Karl Pétur Jónsson var ráðinn til Askar Capital til að flokka pappíra með meiru. Þegar hann kallar á tengdarpabba, kallar hann Óli og stundum Óli forseti.
Tryggvi Þór sem var rekin frá Askar skrapp til USA í vikunni sem ætlast er til að þingmenn noti til ap ræða við sína kjósendur. Kjósendur hans eru ef til vill á Florida, eða í grennd um þessar mundir.
Tryggvi þessi Þór var einu sinni forstjóri Askar Capital, var rekin þaðan og lofað að hann þyrfti ekki að borga kúlulán sem hann fékk í askinn sinn hjá Askar Capital, heppinn, lucky gæi.
Þá varð hann efnahagsráðgjafi Geirs Haarde og ráðlagði honum heilt, eða allavega hálft. Sagðist ekki hafa neinna hagsmuna að gæta hjá Askar þótt hann væri á súperlaunum hjá þeim á sama tíma og hann var ráðgjafi Geirs. Rekin frá Geir, og kosinn á þing. Aðspurður um hagsmuni sagði Tryggvi að hann ætti þriðjungs hlut í sumarhúsi í Mjóafirði og aðgang að þremur básum í hesthúsi í Víðidal, annað ekki.
Tryggvi telur ekki rétt að skattleggja gróða ef hann er tilkominn vegna afskrifta, þær eiga að vera skattfrjálsar segir Tryggvi.
Hann er talinn hafa níu líf og vera einhver mesti rótari í íslenskri pólitík. I say no more.
Tryggvi mannstu eftir partíinu í Annabels í London ? Ekkert smá fjör maður segðu, en það kostaði maður ekkert smá.
Bless Tryggvi minn
Þín Magnea.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.