16.4.2010 | 16:44
Dómstóll götunnar.


Hvað gerir kerfið við landráðamenn og fylgisveina þeirra, til varnar fyrir komandi tíma og til að fyrirbyggja að ekki verði endurtekning á sukkinu og fleiri efnahags kollsteypur ? Samkvæmt því sem landráðamennirnir segja þá er ekkert hægt að gera vegna þess að þeir brutu ekki lög þegar þeir rústuðu samfélaginu. Það er hvorki hægt að dæma menn fyrir græðgi, aumingjaskap né heimsku. Það hefur ekki verið fyrr en nú að stjórnvöld eru að íhuga hvort ef til vill kannski ætti að kyrrsetja eignir landráðamanna, þeir hafa haft rúmt ár til að forða illa fengnu fé í skjól.
Hvað getur almennur borgari gert til að hegna þeim sem komu okkur á kaldann klakann, níddi af okkur mannorð og æru og skildi okkur eftir á brókinni ?
Jú þeir sem standa að alþingi götunnar gætu sett upp alþýðudómstól (dómstól götunnar ) sem ákvæði réttláta hegningu .
Það þarf ekki að vera flókið, og svínvirkar. Til dæmis alþingismenn sama í hvaða flokki þeir eru sem þegið hafi mútur fyrir síðustu þrennar þingkostningar, er vikið af þingi hvort sem þeim líkar það betur eður ekki. Helstu gerendur og stjórnendur banka og fyrirtækja sem uppvísir hafa verið að vafasömum viðskiptum, skal gefinn kostur á að afsala sér eignum sínum og fyrirtækjum. Að öðrum kosti eru þeir dæmdir til að vera að háði og spotti hvar sem þeir sjást og hvar sem þeir eiga leið um.
Fyrir framan heimili þessa fólks mega þeir sem um sárt eiga að binda af þeirra völdum, setja upp viðvörunarskilti og skilti sem minnir viðkomandi á framferði hans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.