21.4.2010 | 09:21
Kæra Steinunn Valdís


Mikið er þetta skítapakk sem vogar sér að fara heim til þín með kröfu um að þú hættir að gera gott á Alþingi ómerkilegt. Hvað ´með það þótt þú hafir fengið einhverja smáaura frá Baugi og Landsbankanum ? þetta voru skitnar fimm og hálf milljón so watt segi ég bara.
Mér finnst það ekki ná nokkurri átt að fólk sé að bögga ykkur Þorgerði út af smámunum eins og þessu. Hverjar koma á eftir mér er spurn ? Verða það kannski Ingibjörg og Jóhanna eða ef til vill Ragnheiður Ríkkadóttir eða Katrín Júlladóttir ? ég bara spyr.
Þið eigið öll börn eða gamalmenni sem svo þetta pakk ætti að sjá sóma sinn í að vera ekkert að þessu. Eins og við vitum öll er friður á hverju heimili samkvæmt Ólínu Þorvarðar, varinn í stjórnarskrá og Evrópu lögum og ábyggilega einhverjum fleiri lögum. Svo þið skuluð bara haga ykkur.
Það gegnir allt öðru máli þegar fógetinn kemur heim til ykkar til að bera úr sófaborðið elhússtólana og rúmin. Þá þýðir ekkert fyrir ykkur að bera börnin fyrir ykkur. Þeim er einfaldlega mokað frá og sagt að vera ekki fyrir. Löggan veit sko alveg að það er fyrir óráðsýu ykkar sjálfra að kenna hvernig komið er fyrir ykkur, þótt krakkarnir séu með hor niður á bringu og tár niður á höku kemur fógetanum það bara ekkert við. Út skal hyskið og hana nú. Friðhelgi hvað ? Fokk þessu helvítis friðhelgi þegar þarf að rukka.
En mútuþægu elskurnar sem þessi gjaldþrota fífl kaus til að sitja í hlýunni við Austurvöll þau eiga að njóta friðhelgi bæði einkalífsins og atvinnulífsins og fyrir alla muni á ekki að ráðast á þau fyrir augum barna og gamalmenna.
Í ykkar sporum myndi ég segja við þetta pakk sem er að bögga ykkur skrú jú" og hundskist heim í hreysin ykkar fram að næstu kostningum. Þetta var hvort sem ykkur að kenna allt saman, ég gerði mitt besta. I say no more.
Þín ástkæra
Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.