Skattarnir hans Hannesar.

 

Þjófurinn í Súpergaggó á Melonum segir án þess að taka steikina af grillinu, Steingrímur hækkar og hækkar skattana án þess að vita af hverju. Hann heldur að það sé ný hagfræði að hækka skatta þegar ríkissjóður er blankur, og lækka þá þegar ríkissjóður er yfirfullur af peningum. Nei vinir mínir þetta er nú hagfræði Fredmans og Hólmssteins. Auðvitað verður að lækka skatta þegar vel gengur, það sjá nú allir. Hvernig eiga menn að hafa efni á að grilla á daginn og græða á nóttunni ef skattmann er á hælunum á manni ? Ég segi ekki meir, I say no more, eins og Reyhás sagði. Auðvitað á að lækka skattana ennþá meira þegar vinir Hannesar eru búnir að hreinsa allt fé úr baunkum og fyrirtækjum, það verður að vera hægt að grilla þótt allir peningar séu horfnir, annað gengur ekki, þessi helvítis ríkissjóður er hvort sem er til mestu óþurftar, alltaf blankur með væl og skæl út í drengina hans Hannesar sem léku lausum hala í boði Sjálfstæðis- og Framsóknar flokka, með afskiptaleysi Sollu Samfylkingar til viðbótar.

Steingrímur skammastu þín bara þú hefur ekkert vit á peningum. Þú ættir að fá þjófinn úr Súpergaggó og svarta Pétur, sem er á lausu eftir að fé án hirðis varð að hirði án fés, til að hjálpa þér við auratalið.

Auðvitað er þetta stórkostleg bók sem Hólmasteinn skrifaði um skatta og fleiri trix í ríkisútgjöldum. Það sjá allir að eftir því sem skattar eru lækkaðir koma meiri tekjur af sköttum. Þess vegna ætti að afnema alla skatta,  þá fyrst færi ríkissjóður að græða og Steingrímur gæti bara grillað allan sólarhringinn. Það er enginn spurning, no question a bout it sagði Reykhás á Súpergaggotorginu um daginn.

Það sjá allir að báknið er alltof stórt. Báknið burt báknið burt það er skýlaus krafa Hólmsteins og þeirra sem þöndu út báknið meðan þeir hrærðu í kjötkötlunum, eins og Hólmsteinn sagði frá 1991 til 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband