18.10.2010 | 17:36
Kæri T Þór Herbertsson
Mikið fannst mér þú klár á útvarpi Sögu í morgunn. Þú sagðist hafa spáð hinu og þessu og vissir alltaf að allt færi til fjandans. Meira að segja sagðist þú hafa spáð því fyrir nokkrum árum að öldruðum myndi fjölga um 500 frá þeim tima sem spáin átti að ná yfir, en fjölgunin reyndist vera 1500. Þetta kallar maður nú spá í lagi. Svona eiga spámenn að spá. Voru fleiri spár álíka nákvæmar ? ég bara spyr ? I ask simply".
Voru efnahagsspárnar líka svona rosalega nákvæmar ? eða svoleiðis ? Höfðu spárnar eitthvað að gera með það að Geir Haarde lét þig útfyrir dyrnar á ráðuneytinu ? Í þessu samhengi, vast þú ekk í súpergaggó i að læra að lesa í spákúlur, ásamt Þjófnum og hinum sem þú varst að skamma fyrir einhver ummæli um ástandið á Íslandi í dag.
Hvernig var það nú aftur með skýrsluna ykkar Frederic Mishkin sem þið skrifuðuð 2006 fyrir viðskiptaráðið ? Þar var sko ekki skrifað neitt ljótt um bankana. Fékk ekki Frederic ekki eina 124 þúsund dollara fyrir skrifin? Hvað skyldi þú hafa fengið í þinn hlut ?
Ég nenni ekki að skrifa þér meira, því þú ert svo hrikalega leiðinlegur. boring-boring-boring"
Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.