Kæra þjóð.

 

Vitið þið að fyrir einn milljarð, það er upphæðin sem Villtist í vasa Jóns Ásgeirs ef eitthvað er að marka fréttir, er hægt að greiða 200.000 krónur, fimm þúsund sinnum ?

Vitið þið að syrir 2,6 milljarða, það er upphæðin sem Halldórs Ásgrímssonar útgerðin fékk afskrifaða, er hægt að greiða 200.000 krónur, þrettán þúsund sinnum ?

Vitið þið að fyrir 250 milljarða, sem er talan sem er í fréttum í tengslum við Lárus Welling og félaga í Glitnis-bandinu er hægt að greiða 200.000 krónur,  eina milljón tvöhundruð og fimmtíu þúsund sinnum ?

Vitið þið að fyrir 1.000 milljarða er hægt að greiða 200.000 krónur , fimm milljón sinnum ?

Og fyrir 2.000 milljarða er hægt að greiða 200.000 krónur, tíu milljón sinnum.

Kæra þjóð, þetta finnst mér þið verðið að hafa í huga.

Hverjum er svo þetta ástand að þakka eða kenna ? Væntanlega þeim sem voru við stjórn frá 2000 til 2008. Hverjir voru það svo ? Jú fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar og  Geirs Haarde. Framsóknarflokknum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar,  Jóns Sigurðssonar, Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur. Ekki má gleyma Samfylkingunni undir forystu  Ingibjargar Sólrúnar, sem kóaði með Geir Haarde síðustu 18 mánuði fyrir hrun.

Svo koma þeir Bjarni gæsalappi Sigmundur glópalán og Jóhanna Sigurðardóttir og láta sem flokkarnir þeirra hafi ekki komið nálægt neinu. Allt helvítinu honum Steigrími að kenna, hann bara mergsígur almennig og skattpínir fyrirtækin í landinu svei honum þetta er allt honum að kenna. „fock him".

Geir Haarde  vinur Bjarna gæsalappa lýsti því yfir að íslendingar muni greiða ICESVE . Bjarni gæsalappi skammast út í Steimgím fyrir að ætla að standa við loforð Geirs sem þá var formaður Sjálfstæðisflokksins.  Góða þjóð hafið þetta í huga þegar þið ræðið um fátækt á Íslandi

Ykkar vinkona

Magnea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband