8.12.2010 | 10:27
Ólygin sagði mér


Ólygin sagði mér að þeir félagarnir Jón, Hannes og Pálmi ætli að bjóða til jólatónleika á Laugardalsvellinum. Þessir tónleikar verða með öðrum hætti en aðrir jólatónleikar. Fólk þarf nefnilega ekkert að greiða fyrir að koma á þá, en fær greitt þegar það fer út af vellinum eftir tóleikana. Þeir sem ná bestu sætunum fá 16.000 krónur þegar þeir yfirgefa völlinn svo smá lækkar upphæðin en það fær enginn minna en 4.000 krónur.
Margt verður til að gleðja fólkið sem kemur, annað en greiðslan fyrir að fara. Til dæmis verða frægir söngvarar sem kyrja ýmis skemmtleg verk, svo sem Bjössa á mjólkurbílnum"," einn er ég á Tortúla", alltaf blankur"," svona gerum við þegar við rænum....... og svo snúum við okkur í hring", og marga fleiri skemmtilega söngva. Margir góðir söngvarar og stjórnedur koma fram á þessum tónleikum. Þarna verður dúettinn Finnur og Halldór, þeir munu flytja sönginn hvað er svo gott sem......." bakraddir eru félagar úr Kóngsbakkakórnum undir stjórn Jafets Ólafssonar. Sérstakur heiðursgestur verður Geir Haarde. Einnig verður leynigestur sem ekki fæst upplýst hver er fyrr en hann kemur fram.
Þá kemur fram gamli Seðlabankakórinn sem flytur lög eftir Davíð undir stjórn Davíðs, einsöngvari er Davíð. Á þessu má sjá að um fjöbreytta dagskrá verður að ræða. Ennfremur verður boðið uppá einleik á trompett Fjármálaeftirlitsins sem Jónas leikur á, hann mun flytja tónverk eftir Davíð samið sérstaklega fyrir svokallaðan almenning í tilefni bankahrunsins. Þá kemur fram blandaður já-kór Samfylkingar og Vinstri grænna sem flytur okkur upphafið að verki Davíðs sem hann samdi með Geir og þeir kalla guð blessi Ísand". Undir lok jólatónleikanna mun svo Hannes þjófur sýna snilld sína við grillið. Hannes ætlar að grilla rjúpur frá því í fyrra.
Látið ykkur ekki vanta þið græðið á því að mæta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.