Kæra Birna.

 

Láttu þessi skrif öfundsjúkra kommúnista um kaupið þitt ekki trufla þig, haltu þínu striki Birna mín. Þessir smáaurar sem hrökkva til þin um hver mánaðarmót eru ekki umtalsverðir hvort sem er.  Ertu ekki örugglega búin að finna þessar 180 millur sem hurfu sjónum þínum um árið ?

Hvað er Steingrímur að ibbagogg út af þessu, ég bara spyr „simply ask". Menn verða bara að skilja það að þér er ekki bjóðandi að drekka vatn með steikinni Birna mín. Eins og ég skrifaði hinum bankasjóranum, getur svokallaður almenningur sko gott drukkið vatn með plokkfisknum, en að sjálfsögðu er það rauðvín með steikinni hjá þér, þó það nú væri. „so simple".

Þessi bankasýslu gella er víst alveg hissa á þessum smáaurum sem þú færð, helst á henni að skilja að þú eigir að fá miklu meira. Þú mannst bara,  ekki gefa skrílnum dagatöl og spil, þá kemmstu á spjöld sögunnar sem ráðsettur, gætinn og yfirvegaður bankastjóri „Yes". Eins og við vitum báðar komst þú ekki nærri neinu hruni eða svoleiðis, það var allt helvítinu honum Steingrími að kenna og kommagerinu kring um hann. „Yes"

Þeir félagarnir Bjarni gæsalappi og Sigmundur glópalán hafa báðir sagt það var ekki ég og mínir menn, sem bjuggu til þatta efnahagsástand,"no way"  auðvitað er þetta allt honum Steingrími að kenna. „Yes fock him".

Þegar  þetta öfundsjúka pakk er að nöldra skaltu bara spyrja, hvað borgar bankasýslugellan bankastjóranum í bankanum hans Steingríms og hana nú. „Yes you ask bara".

Birna mín haltu þínu, og fáðu þér rauðvínsglas, „Yes" Ég stend með þér.

Þín einlæga

Magnea.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband