9.3.2011 | 14:01
Kæri Sigurður.
Það eru allir verið vondir við þig. En ekki ég elsku Siggi minn. Ég er ekkert að öfundast útí þig þótt þú eigir skuldlaust hús á Valhúsahæð. Allir geta átt skuldlaus hús eins og þú bentir réttilega á um daginn. Formúlan er bara að taka ekki lán, svo einfalt er það nú. Svo eru hælbítarnir eitthvað að segja að þú hafir keypt smá aðsetur út í London á tíu og hálfa punds-millur , ég segi bara og hvað með það ?. Þegar maður spyr svo hvort þetta séu ekki many monní þá er manni sagt að Siggi minn hefði bætt við tveimur og hálfri punds-millu til að vera alveg öruggur um að fá það.
En þið illgjörnu eiturtungur gátuð ekki stillt ykkur um að segja að húsið hafi verið til sölu í mörg ár, en ekki selst. Ætli maður heyri ekki næst að Siggi minn hafi borgað of mikið fyrir kofann ? En það fylgir bílastæði sagði hann.
Nú eru þessir fraud kallar í London að hrekkja þig. Hvar endar þetta segi ég bara ? Eru þessir Gengisbræður og hinir sem eru lagðir í eineltið með þér ekki örugglega saklausir eins og þú Siggi minn ?
Það kæmi mér ekki á óvart að þetta einelti sem þú og vinir þínir verða fyrir sé runnið undan rifjum Dabba og stöðumælaverðinum frá Akranesi." Fock them" segi ég bara. Fraud kallarnir heppnir að þú skulir eiga bílastæði þarna í London, þeir hafa þá sloppið við stöðumælasekt þegar þeir náðu i þig."good for them"
Ég bíð spennt eftir að þú skrifir mér Siggi minn, forvitnin er alveg að fara með mig. Mig langar svo að vita hvernig er að gista á fraud hótelinu í London."love you"
Bestu kveðjur
Þín Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.