Kæri strætó

Elsku strætó minn, mikið gleður það mitt gamla hjarta að sjá allan hagnaðinn hjá þér strætó minn.
En ég skil ekki alveg hvernig töfrabrögðum þú beitir til að ná þessum gróða. Ég sá það í fréttablaðinu að hagnaðurinn hefði getað orðið miklu-miklu meiri ef færra fólk hefði farið með þér. Þeim mun færri farþegar þeim mun meiri hagnaður, og minni kostnaður. Það er ekkert nema tómt vesen og kostnaður af þessu helvítis pakki sem riðst ínn í vagnana þína strætó minn. Hvernig væri að minnka vagnana og fjölga ferðum, kæmi það ekki svaka vel út ? ég bara spyr.
Ef rétt er segir þú strætó minn að meðalfargjald sé 100 krónur, en þyrfti að vera 400 krónur svo eitthvert vit væri í rekstrinum.
Síðast þegar ég tók bensín kostaði hver lítri 226,50 krónur. Á einum lítra er hægt með góðu móti að ferðast 10 kílómetra. Ein rispa í bæinn kostar 2 lírta sem sagt 453 krónur. Fyrir tvo kostar rispan í bæinn með strætó á venjulegu fargjaldi ( 350x 4= )1.400 krónur. Eftir óskahækkun strætó (400 krónur á ferð) kostar rispan 1.600 fyrir tvo.
Hvaða vit er í að fara í strætó ? ég bara spyr ? Strætó bara tapar meira ef fólk asnast í hann.
Kveðja
Magnea

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband