21.10.2012 | 20:46
Kæri Jón Valur
Mikið þykir mér vænt um skrifin þín. Þú segir sko aldeilis rétt þegar þú bendir á að við missum sjálfstæði okkar við það bara að horfa í áttina að Evrópu. Fullveldið fer til helvítis alveg eins og hjá Dönum og Svíum, svo ég minnist ekki á aumingja Finnana, þetta lið hefur allt glatað sjálfstæði sínu og ákvarðanatöku yfir málefnum Portúgala.
Auðvitað er ekkert vit á því að breyta einu eða neinu hér í þessu volaða samfélagi Jón minn Valur. Hvaða vit er til dæmis í því að þjóðin fái arð af auðlyndum sínum ég bara spyr? Hvaða vit er í því að taka kvótann af blessuðum englunum sem af stakri fórnfýsi veiða fyrir okkur fiskinn án þess að þurfa að borga fyrir veiðileyfin? Hvernig eiga þeir svo sem að geta borgað? Til dæmis skuldar Samherji sem svarar 501 hjartaþræðingavél, það er ekki sanngjarnt að þeir þurfi að borga þetta lítilræði (75 milljarðar).
Nei Jón minn Valur, þar sem mikill minnihluti kjósenda sagði já, en þeir sem sögðu nei tilheyra miklum meirihluta kjósenda, vandinn var bara sá að þeir sem ekki greiddu atkvæði rötuðu ekki á kjörstað til að segja nei.
Helvítinu honum Steingrími að kenna að setja ekki upp almennileg skilti svo fólk jafnvel með smá í öðrum eða báðum fótunum rataði til að kjósa.
Ég segi bara það Jón minn, það er ekki hægt að hafa almennilegar þjóðaratkvæðagreiðslur hér fyrir villitrúarfólki sem hugsar bara um brennivín og heldur að kosningar snúist um öl og partí.
Skrifa þér seinna elsku Jón minn
Þín Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.