12.5.2013 | 17:28
Kæri Bjarni gæsalappi.
ætlaðir að standa fastur fyrir með skattalækkanirnar, fór ég í skápinn sem
konan geymir silfrið í.
Eftir nokkurt grams í
silfrinu fann ég skeið sem mér fannst vera hæfilega stór fyrir skyrát.
Hvað er að sjá þetta
segi ég við konuna, skeiðin er kolsvört, á þetta ekki að vera silfurskeið ?
yes silver spoon" Hún gjóar á mig augunum og segir ósköp rólega,
en þó með þungri áherslu. Jú þetta er silfurskeiðin sem hún amma mín gaf mér í
skírnargjöf fyrir fyrir 71 ári ef ég man það rétt. Hvað ætlar þú svo sem að
gera við hana? Ha ég bara éta skyrið mitt með henni, en hún er bara svo svört.
Pússaðu þá skeiðina maður það er silvo-brúsi í þvottahúsinu. Hvað er þetta því
viltu endilega fara að nota silfurskeið í skyrið?
Nú þegar þú Bjarni minn gæsalappa-vafningur ert búinn að lækka skattana hef ég sko alveg efni á
því að hafa rjóma út á skyrið, og ekki nota ég þá einhverja ómerkilega blikk
skeið, nei ónei silfurskeið er við hæfi. Er ekki annars öruggt Bjarni minn að
það verði gert í einum grænum hvelli þegar
þið Sigmundur glópalán eruð búnir með vöfflurnar og pönsurnar.
Guð blessi ykkur drengina sem eru svo góðir að lækka skattana.
Þín Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.