13.2.2014 | 17:40
Kæri Bjarni gæsalappi
Hvaða rugl er þetta með krónuna ? Halda menn að íslenska krónan verði einhverntíma gjaldgengur gjaldmiðill utan Íslands ? Pínulítil óstöðug með verðgildi sem fer eftir geðþótta LÍÚ mafíunnar. Nei svo verður aldrei. Danir sem festu gengi dönsku krónunnar gagnvart evrunni geta ekki greitt með henni utan Danmerkur nema í grensubúðum við landamæri Þýskalands og þá ekki á því sama gengi sem er þegar þeir kaupa evrur í Dönskum banka. Sama er með Svía, sænska krónan er ekki gild í öðrum EB löndum en Svíþjóð nema hvað það er hægt að borga með henni í stóru verslunarmiðstöðvunum í Kaupmannahöfn og í verslunum í Helsingör.
Svo er okkur talin trú um að krónan sú Íslenska sé svo góð að allt fari til helvítis ef við tækjum upp evruna. Evran er gjaldgeng í öllum EB ríkjunum og víðar. Íslensku krónuna er eingöngu hægt að nota á Íslandi.
Það hafa flestir vit á fjármálum nema Már, hann er ekki nógu klár.
Kveðja.
Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.