Matur fyrir alla

Matsfyrirtækin eru bráðnauðsynleg fyrir stjórnendur landa. Þegar matsfyrirtæki gefur út lánshæfismat gleipa stjórnendur landsins og  segja sko bara okkur við erum á réttri leið, bráðum fara blómin að spretta, matsfyrirtækið segir það.

Svo kemur í fréttum “matsfyrirtækið Frissi segir lánshæfismat Íslands farið í bbbcccxxx- úr bbbcccxxxp-“

Ef  lánshæfismatið hefur lækkað að mati Friss, segir í fréttum að vegna slæmra ráðstafana og rangrar efnahagsstjórnar síðustu ríkisstjórnar sé svo komið að við séum í rulsflokki og djúpum skít. Eina réta sé að fella geng krónunnar, hækka skatta á láglaunafólk, lækka skatta hátekjufólks , afnema óþarfa útgjöld á fyrirtæki svo sem veiðigjöld og auka afskriftir til útgerðarinnar. Svo koma valdir þríliðusérfræðingar fram í sjónvarpinu og sýna okkur með súluritum hvernig allt fer á betri veg undir stjórn Bjarna og Simma.

þetta leyfi ég mér að segja. Ykkar Magnea 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband