Þjáningarsaga Sima glópaláns og Bjarna gæsalappa

Þá kvað Magnea:

Upp,upp Bjarni minn og allt þitt geð,

upp þitt hjarta og lygi með.

Hugur og tunga hjálpi til

Simma pínu ég minnast vil

 

Heilagur Simmi skipar þá

skulum vér allir þingi á.

Kunngjöra þá lygi með döprum eyð

sem Bjarni fyrir oss vesæla leið.

 

Ljúfan Simma til lausnar þér,

langaði víst að ljúga að mér.

Mig langar lítið að minnast þess,

mínum flokki til þakklætis.

 

Innra mín, angrið sker,

æ hvað er lítil rót í mér.

Simmi er kvalinn minn í stað,

of sjaldan ég segi það.

 

Skoðum nú þá sætu fórn,

sem oss við Simma vorn.

Fordæmda líka forríka að.

fögnum því að hugsa um það.

 

Hvað stillir betur gengi og kvöl,

en heilög Simma pína og böl.

Hvað heftir lengur Simma synd,

en herrans Bjarna blóðug mynd.

 

Hvar færð þú betur sál mín séð,

sanna míns Simma hjartageð.

Sem faðir flokksins færði til mín,

framar en þér Bjarna í pín?

 

Ó Simmi þinn anda gef þú mér,

verði svo allt til dýrðar þér.

Upplogið raulað, sagt og téð,

vér síðan njótum þér með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband