14.3.2014 | 10:15
Þjáningarsaga Sima glópaláns og Bjarna gæsalappa-2
Enn kveður Magnea
Að loknu áti hófst söngurinn,
las sínum gæsalappa Simmi minn.
Síðla um kvöldið seint það var,
sungu með honum hans ligasveinar
Simma sonur, sá lyginnar ráð,
sjálfur átti á þingi og láð.
Þáði frá Bjarna með þakkargjörð,
þegar hann þvældist hér með sína hjörð.
Betlari ert þú mín sál,
þiggur af Simma hvert eitt mál.
Fræðslu þína og bullið allt,
fyrir það þú þakka skalt.
Vondum þrælum er það mikil smán,
ef þeir þiggja svo Simma lán.
Með drambi og gorti montar sig,
Simmi forði frá slíku mig.
Eftir það væl en ekki fyrr,
út gekk Simmi um þingsins dyr.
Að hans sið er það skeð,
til olíufurstans ganga réð.
Af Simma þú læra skalt,
lofa þinn Bjarna og dýrka skalt.
Bænalaus ekki rölta né,
burtför þín af Alþingi sé.
Yfir um salinn breiðan gekk,
Simmi þá með sveinum sínum gekk.
Sá salur er svartur og nafnið ber,
sem ekki hugnast mér.
Yfir vesöld er mín leið,
meðan varir lífsins skeið.
Undan gekk Simmi og eftir ég,
á þeim grýtta vesaldar veg.
Horfi ég nú inn í huga mér,
elskulegi Simmi, eftir þér.
Dásamleg er lygin þín,
dreg ég þau glaður heim til mín.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vá, hvílíkt hnoð! Sá sem birtir svona klám og þykir það fínt, hlýtur að vera með krónískan náladofa í sjálfsvirðingunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2014 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.