Kæri Gunni

Joyful Sideways Wizard

Það var nú aldeilis fengur fyrir íslensku þjóðina þegar Simmi gerði þig að utanviðsigráðherra. Betra gat það bara ekki verið. Þú ert nú búinn aldeilis að láta heyra í þér í útlöndum, maður lifandi.

Auðvitað er tekið mark á smáþjóðum þegar maður eins og þú talar fyrir hönd smáþjóðar. Yes.

Nema bara ekki í ESB þá segir þú rétilega að ekkert sé tekið mark á örþjóðum.

Ég sá ekki betur en herra Pútín hafi fengið tár í annað augað þegar þú skammaðir hann fyrir að gæta hagsmuna sinna manna á Krím. Elsku kallinn minn svona á að tala, heyr fyrir þér segi ég bara. Illhugi afmenntunarráðherra ætti að taka þig sér til fyrirmyndar ég segi bara.

Er nokkuð að marka sem sagt er um aðbúnað aðstoðarkvenna í ráðumeytinu hjá þér. Ég heyrði einhversstaðar að það hefðu verið keyptir sex-stólar til að hafa á kontornum hjá aðstoðinni þinni, ég hélt nú í einfeldni minni að sex væri bara stundað í heimahúsum, en ekki í ráðuneytum. Þó er víst enn leyfilegt að blóta á laun, hvar sem er líka í ráðuneytum.

Elsku Gunni Bragi minn láttu ekki sex-kjaftasögur á þig fá. Þetta eru bara sögur runnar undan öfungarpakki sem ekki fær að vera með í sukkinu.

Skrifa þé síðar, þín

Magnea.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband