6.7.2014 | 12:18
Gamalmennin
Þeir félagarnir tveir eru hátt á áttræðis aldri og voru á göngu í hverfinu sínu. Veðrið var svona og svona sólskyn en leiðinda strekkingur að norðan. Hitinn í kringum 10 gráður.
"Sérðu þetta segir annar þeirra ?"
"Ha hvað ? '" svarar hinn. "Nú þessa þarna á bikiníinu " hann bendir á svalir nærliggjandi húss.
"Þetta er nú bara ekki hægt á bikiníi í þessu roki og hitastigið eins og það er, þetta er ekki nein smá skvísa."
Þeir tóku ekki eftir því alveg starx að það var glerverk fyrir svölunum.
"Sérðu maður það er gler fyrir svölunum, þá er bara logn á þeim, og sólin skín á kroppinn hennar, ætli sé bara ekki Majorkaveður þarna á svölunum ?"
Það er bara glerverk fyrir tvennum svölum, ef til vill er bara ekki búið að setja glerverk á hinar 18 svalirnar á húsinu.
"Við ættum að láta gera svona hjá okkur" segir annar.
"Hvað ætli þetta kosti ?"
"Ætli maður geti ekki keypt þetta í BÍKÓ eða BAUHAUS.?"
Svo fer að þeir finna fyrirtæki sem selur svona glerverk.
"Við erum að spá í glerverk fyrir svalirnar hjá okkur" segja þeir.
"Ekkert mál þið þurfið bara að láta teikna glerverkið og fá svo byggingarkalífatið til að samþykkja teikningarnar."
Þeir hafa upp á teiknaranum sem teiknaði húsið, og fá hann til að teikna glerverkin, sem eru stöðluð gæðaverk frá Þýskalandi. Teiknarinn telur heppilegra að teikna á allar svalirnar, eftir að upplýsingar frá Kalífatinu í Borgartúni um efasemdir um samþykki.
Passía gamelmennanna.
Það voru haldnir fundir og svo fleiri fundir og enn aðrir fundir um þetta flókna mál hjá Kalífatinu. Við töldum að það hafi þurft að hella uppá könnuna minnsta kost fimm sinnum. Svo fæddist reikningur fyrir byggingarleyfi og úttektir fyrir 20 glerverkum.
Gamalmennin vissu ekki sitt rjúkandi ráð, en höfðu samband við Pílatus, og nöldruðu yfir þessari afgreiðslu. Þeir sögðu eins og var, það hafi bara verið tvö glerverk á svölum hússins sem skvísan var á af mörgum svölum.
Pílatus sagði "borgar ekki húsfélagið?" Einn af þjónum Kalífatsins
bætti svo við þetta glerverk sem þið sáuð skvísuna innan við, gæti hafa verið gert í óleyfi Kalífatsins.
En við erum bara tveir sem ætlum að fá okkur glerverk, sagði gamalmennið.
Þeir vissu ekki að Pílatus sem býr í Borgartúni og réði yfir svona voðaverkum í Reykjavík eins og glerverki á svalir. Heldur ekki að Heródes væri búsettur við tjörnina í höll sem heitir Ráðahús.
Hvað geta gamalmenni gert þegar Kalífatið er annarsvegar ?
"Verðum við ekki bara krossfestir ?" sagði annað gamalmennið.
"Jú áræðanlega nema við flýjum Kalífatið" sagði hitt gamalmennið.
"Þeir eru víst í verkfalli sem sjá um flutninga frá Kalífatinu, svo við verðum bara að leggjast á bæn, og skrifa svo Heródesi kvörtunar bæn" sagði annað gamalmennið. "Amen" sagði hitt gamalmennið.
Þetta er nú bara búið að taka eitt ár. "Gætum við fengið Júdas til að tala máli okkar við Kalífatið, hann er ódýr kostar ekki nema 40 spírur."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.