5.6.2016 | 13:52
Kæri Simmi glópalán
Aumingja Sigmundur minn glópalán, mikið getur fólk verið vont.
"Ótrúverðugir eru þeir, og ættu þeir ábyrgu á Kastljósi og Fréttastofu Rúv að sæta fullri ábyrgð fyrir þetta óþverralegu aðför" að þér Simmi minn. skrifar theolinn Þetta eru landráðamenn sem ættu bara að vera á Hólmsheiðinni.
Það er ekki glæpur að eiga peninga í skattaskjólum ónei ekki aldeilis.
En hver er svo ástæðan fyrir því að menn eyða þjúhundruð þúsundum eða meira í stofnun fyrirtælja á Tortúlum ? Af hverju þurfti hæstvirtur Bjarni gæsalappi að nota Tortúlu félag til að kaupa hús á Florida. Margir íslendingar hafa keyft hús bæði á Spáni og í USA án þess að þeir þyrftu að gera það í gegnum Tortúlufélög.
Hvernig var það með lífeyrissjóð Nordals ráðsfrúnni. Var og er það nauðsynlegt að hafa hann í Tortúla félagi?
Það skyldi þó ekki vera að það þurfi að fela eitthvað ?
Það er deginum ljósara að glæpurinn liggur í því að upplýsa um þessa hluti, eins og candid theol bendir réttilega á í blogginu sínu.
Simmi minn láttu setja lög sem banna þetta slúður um Tortúafélags eigendur. "yes soo them all"
Þín Magnea kveður að sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.