Andstaðan fundin

 

Ævintýri fyrir unglinga. 

Þá er ballið byrjað. Stjórnarandstaðan komin í leitirnar. Vala -svala framsóknar-búbba sté í stól við Austurvöll og hóf upp raust sína. Hún benti út í annað ráðherrahornið með vísifingri hægri handar og sagði með þungri áherslu. Þú þarna Stjáni Mö þú ert þegar búinn að svíkja kostningaloforðið sem þú gafst þjóðinni fyrir norðan. Þú lofaðir gati í Vaðlaheiðina en það er ókomið. Þú hefur svikið fyrsta loforðið. Síðan snéri hún sér að linsu sjónvarpsvélarinnar benti með vísifingri hægri handar beint í linsuna og sagði með sömu þundu áherslunni. Þarna sjáið þið Stjórnin er stax byrjuð að svíkja loforðin sem hún gaf fyrir kostningar. Ég sagði ykkur það þeir myndu svíkja. Þið hefðuð átt að kjósa fleiri framsóknar-búbba í þing. Þetta er gott á ykkur.

Stjáni Mö kom næstur í stólinn. Hann sagði kæra mín ágæta Vala -svala, ég er nú bara búin að vera í ráðastólnum í 4 daga, rétt  að ná áttum. Auðvitað stend ég við gefin loforð um gat í gegnum heiðina þarna fyrir norðan. Það á að vera til hellings peningur sem bíður eftir að einhver noti hann til að naga þetta gat í heiðina.

En Einsi segir ríka-kassan fullan af gulum miðum en heldur fátækan af krónum.

Vala -svala kom þá aftur í stólinn og benti á Stjána-Mö. Þú ert bara að skrökva svíkur loforðin á fyrstu dögum, hvaða gulu miða kjaftæði er þetta eiginlega?

Jú á einum stendur 27 millur fyrir Siv-framsóknar-búbbu til greiðslu skaðabóta vegna þess að hún bannaði eitthvað sem hún mátti ekki banna þegar hún var svínamálaráðherra.

Nokkur hundruð millur vegna frostskemda á Keflavíkurflugvelli Vala -svala framsóknar-búbba nennti ekki að láta skrúa fyrir vartnið og allt klabbið fraus. Svo var þarna miði sem stílaður var á einhvern Árna sem einhverntíma rak einhverja félagsmálabullu og var dæmdur fyrir það. Allt þetta kostar peninga og af nógu að taka. Og vertu svo ekki að brúka þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband