11.6.2007 | 13:32
Gamlingjarir
Gamla hyskið er ekki of gott til að borga.
Eitt af afrekum R-listans var að hnoðast með byggingarétt og leyfi fyrir íbúðabyggingu fyrir eldri borgara. Framsóknarráðherran sem fór með þessi mál sagði ekki ég.
R-lista-prjónakonurnar sögðu ekki ég. Þegar svo byggingarrétturinn var kominn í hendur útvalinna var byrjað. Fyrsta hugsun að sjálfsögðu hvernig get ég grætt á þessu gamla pakki, sem hér á að hafa forgang um kaup á íbúðum? Jú einfalt mál selja nógu helvíti dýrt og telja þeim svo trú um að þessu fylgi þjónusta.Fermetra verð 500.000 las ég í Fréttablaðinu, Moggin veit ekkert um þetta. Ég skoðaði á vefnum verð á húsnæði á Spáni í Búlgaríu og svo á Íslandi. Það sem skoðað var eru 2-3. herbergja íbúðir í nýbyggðum fjölbýlishúsum fimm íbúðir í hverju landi. Útkoman er þessi (meðaltal 5 íbúða) :Búlgaría 101.200 hver fermetriSpánn 141.555 hver fermetriÍsland 291,964 hver fermetriSvo þetta fáránlega verð 500.000 íbúðir fyrir aldraða með ímyndaðri þjónustu.Er ekki meira vit fyrir gamlingjanna að kaupa í Búlgaríu. Ættingjarnir yrðu dauðfegnir að þurfa ekki að heinsækja þessi gamalmenni sem röfla sífellt um hvað það var gaman og gott að vera til í gamla daga, laungu búin að gleyma því að þau lifðu á hungurmörkum.Þar geta þeir röflað hver við annan um lífið í denn, og spilað golf fyrir lítinn pening í leiðinni.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.