16.6.2007 | 09:18
Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (3 af 11 )
Meðan þessu fór fram hélt OG áfram að rækta símtöl og svoleiðis. OG setti niður allskyns fræ og fékk hin fjölbreyttustu símtöl og þjónustur upp sem hann fór með á markaðinn til að selja kjafta og afþreyingarfullum íbúum Fjarskiptalands. Velgengni OG fór sérdelis í taugarnar á fjarskiptarisanum, sem klagaði allt mögulegt í Pfar. OG var líka pirraður út í Risann og klagaði á móti allt mögulegt.
Risinn fór nú til Dabba sem öllu réði og sagðst alveg vera að klebera á þessum OG dvergi, hann væri sinkt og heilagt að stíða sér og kvelja með allskyns tilboðum og bellibrögðum sem gerðu ekki annað en rugla íbúa Fjarskiptalandssins. Nú væri svo komið að aumingja fólkið vissi ekket hvaða símtöl það ætti að kaupa sér til skemmtunar og hvað það ætti að borga fyrir þau.
Dabbi sagði við Risann, ef þú ert að þessu væli sel ég þig bara einhverjum sem getur kennt þér að lifa í svokallaðri samkeppni eða svoleiðis.
Eitt af því sem Pfar fyrirskipaði var að ekki mætti taka af fólkinu svokölluð símanúmer þótt fólkið vildi fá nýja símtala uppskeru frá hinu fyrirtækinu. Þetta varð til þess að fólkið vissi ekkert hvað símtölin sem það var að kaupa kostuðu. Ef fræið var sett niður hjá Risanum en uppskeran seld hjá OG kostaði það meira en ef fræið var sett niður hjá Risanum og uppskeran keypt hjá Risanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.