Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (4 af 11 )

Þegar fólkið klagaði þetta og vildi fá að vita fyrir fram hvað símtölin kostuðu, stakk Pfar hausnum í sandinn og sagði sorrý Stína.  Þá fór fólkið til Jóa í neytó, hann var þá nýkomin frá Risanum sem hafði boðið honum í kaffi og kleinur. Jói sagði sorrý Stína, déskoti voru kleinurnar góðar, maður fer nú ekki að jagast í Risanum út af þessu nöldri, það er svo ódýr uppskeran hér í Fjarskiptalandi miðað við í hinum löndunum að fólkið ætti að sjá sóma sinn í að vera ekki að nöldra yfir þessu. Nær væri að jagast út af verðinu á kéti og sméri.

 

Dag einn laungu seinna kom Dabbi fram á svalirnar heima hjá sér. Hann hóf upp raust sína og sagði að hann hefði ákveðið að selja Risann með manni og mús. En þar sem hann nennti ekki að standa í bisness sjálfur hefði hann fengið sérfræðinga til að selja fyrir sig. Svo taldi hann upp vini sína sem áttu að fá nokkrar millur fyrir ómakið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband