18.6.2007 | 11:35
Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (5 af 11 )
Vinirnir fóru til London í bíó og til að hitta vini sína þar. Vinirnir í London voru svaka klárir að selja svona fyrirbrigði eins og Risinn var. Þeir áttu meira að segja fyrirtæki sem bar svaka töff nafn, sem ekki nokkur leið að segja nema vera svaka mikið klár í ensku.
Nú réðu þeir ráðum sínum út í London yfir kampavíni og kavíar. Við ráðleggjum ykkur lömbin mín að endurskipuleggja Risann, á þann veg að stofna nýjar stöður marga marga framkvæmdastjóra, enn fleiri forstöðumenn og helling af deildarstjórum. Síðan finnum við upp einhvar skemtileg nöfn fyrir alla þessar nýju stöður. Til dæmis er vinsælt nú til dags að kalla allt mögulegt afkomusvið svo eitthvað sé nefnt. En þetta á eftir að kosta helling af pening í laun til þessara framkvæmdastjóra og forstöðumanna og maður lifandi til deildarstjóranna, nöldraði einn af vinum Davíðs um leið og hann dreypti á kampavíninu. Það er nú einmitt trixið maður sagði ráðgjafinn. Fyrst er að auka útgjöldin eins og mögulegt er, síðan að selja Risann á spott prís, það er jú svo dýrt að reka apparatið með öllum þessum mannskap, og það hefur jú áhrif á verðið. Þegar búið er að selja, þá henda nýju eigendurnir einhverjum af þessum framkvæmdastjórum, fortöðumönnum og deildarstjórum út um gluggan. Síðan geta þeir lokað einhverjum af þessum sjoppum sem selja fjarskipti á markaðum. Maður lifandi, segðu ! Skál félagar skál. Þetta heitir að endurskipuleggja fyrirtækið, breyttar áherslur og guð má vita hvað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.