Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (6 af 11)

Þegar runnið var af vinunum út í London, og kavíarinn var uppétinn, snéru þeir heim í Fjarskiptaland til að gefa Dabba góð ráð um það hvernig ætti að selja Risann.  Dabbi fékk glíu í augun þegar hann fékk að heyra þessi góðu ráð og gaf þegar út fyrirmæli um að selja og það í einum grænum. Ráðgjöfunum gaf hann brjóstsykur, súkkulaði, kók, og appelsín, auk þess fengu þeir nokkrar millur svo þeir gætu keypt sér eitthvað nytsamlegt.  Hann vissi jú sem aðrir vissu ekki að Dóri beið í ofvæni eftir peningnum, sem fengjust fyrir Risann. Dóra var nefnilega illt í vinstri síðunnu og vildi láta gera hátækni-sjúkrahús til að lækna sig. Við eigum nefnilega bara lágtækni-sjúkrahús. 

 

Allt gékk þetta eftir Risinn var seldur, menn sögðu halelúja og amen. Drulla og Túss skiptu um húsgögn, allir ráðgjafarnir fengu nýja kúlupenna og stílabók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband