20.6.2007 | 10:17
Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (7 af 11 )
Risinn hélt áfram að klaga OG fyrir Pfar, og OG varð bara fúll á móti. Svona gékk þetta lengi fram eftir hausti, og þegar vetraði og fólkið í Fjarskiptalandi var hætt að gera sér rellur út af uppskeru Risans og OG, þá höfðu ráðgefarnir hjá Drullu og Túss fyllt nýju stílabækurnar af ráðum.
Ráðin voru, losið ykkur við sem flesta framkvæmdastjóra, forstöðumenn og deildarstjóra, ekki verra að fíra einhverju af þessu gamla liði sem ekkert kann annað en stinga upp í garðinum það er bæði ljótt í framan og allt of feitt, kemur illa út á mynd og fælir viðskiptavini frá því að kaupa fjarskipti hjá ykkur.
Nú fór í hönd barátta meðan framkvæmdastjóranna hjá Risanum um það hverjir skyldu fara og hverjir skyldu vera. Svokölluð yfirstjórn sem í eru nýju eigendurnir og yfir-risinn réðu ráðum sínum. Þeir hlustuðu eftir slúðri og sögum um framkvæmdastjórana forstöðumennina og deildarstjórana, skoðuðu myndir af gamlingjum og sætum stelpum. Svo var Risinn endurskipulagður, bless bless bless varð algengasta kveðjan í nokkra daga. Menn tíndust heim á leið sumir súrari en aðrir.
Þegar spurt var afhverju ? var svarið, það stendur í stílabókinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.