21.6.2007 | 10:32
Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (8 af 11)
Tíminn leið OG stækkaði breytti nokkrum sinnum um eigendur og nafn, en Risinn breytti bara um nafn á útlensku. Svona gengur þetta fyrir sig, Dabbi fékk leið á að stjórna Fjarskiptalandi og fór að naga blýanta í Svarta-kastala. Risinn fletti nokkrum síðum í stílabók Drullu og Túss. Við hverja síðu sem risinn las, sagði hann nokkrum gamlingum upp, flutti menn til sameinaði deildir og svið, sleit í sundur deildir og svið, allt eftir því á hvaða baðsíðu hann var þá stundina í stílabókinni góðu með ráðum og dáðum Drullu og Túss. Nú um stundir er gert nafnakall á hverjum morgni til að koma í veg fyrir að útkastað fólk sé að þvælast í fyrirtækinu.
Á næstu síðu í stílabókinni er ráðlagt að selja eitthvað af apparatinu til dæmis fasteigir, svo sameina megi fasteignir Risans og aðrar fasteigir nýju eigandanna. Svo er upplagt að hækka húsaleiguna, sérstaklega á því húsnæði sem hýsir fjarskipta-gróðurinn, það er ekki svo auðvelt að fara með hann annað. Ræturnar eru nefnilega pikkfastar í gólfunum. Þannig má minnka gróðann og þar með skattana sem Dabbi sagði að Risinn myndi borga ef hann yrði seldur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.